Lesbók09.02.10 — Enter

Búnaðarbanki Íslands lánaði Björgólfsfeðgum 3,4 milljarða króna til að kaupa hlut í Landsbankanum árið 2003!

Náðuð þið þessu?

Búnaðarbanki Íslands lánaði Björgólfsfeðgum 3,4 milljarða króna til að kaupa hlut í Landsbankanum árið 2003!!

Þið voruð búin að frétta þetta, ekki satt? Búin að innbyrða þetta með súrmjólkinni og seríósinu og brjóta litlu heilana ykkar um þetta? Vel og vandlega? Ekki satt?

Eigum við að fara yfir þetta einu sinni enn?

Búnaðarbanki Íslands lánaði Björgólfsfeðgum 3,4 milljarða króna til að kaupa hlut í Landsbankanum árið 2003!!!

Þið vitið, annar stærsti bankinn á Íslandi, nýskriðinn úr ríkiseigu, lánaði fyrir kaupunum á hinum ríkisbankanum. Sætt.

... Aftur?

Búnaðarbanki Íslands lánaði Björgólfsfeðgum 3,4 milljarða króna til að kaupa hlut í Landsbankanum árið 2003!!!!

Ekkert til að gera veður út af, þannig lagað. Viðskipti að venju.

... En gang til?

Búnaðarbanki Íslands lánaði Björgólfsfeðgum 3,4 milljarða króna til að kaupa hlut í Landsbankanum árið 2003!!!!!

Nei mér datt sisvona í hug að nefna þetta, vegna þess að þegar ég lít út um gluggann þá sýnist mér flestir vera að góna á endursýningar af Amerískum átrúnaðargoðum og Hugstola húsmæðrum. Frekar en að æða froðufellandi um göturnar með heykvíslar og tjörutunnur.

---

Einu sinni enn, fyrir svefninn. Hátt og snjallt:

BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS LÁNAÐI BJÖRGÓLFSFEÐGUM 3,4 MILLJARÐA KRÓNA TIL AÐ KAUPA HLUT Í LANDSBANKANUM ÁRIÐ 2003!!!!!!

Góða nótt.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182