Dagbók – Númi Fannsker
Númi Fannsker

Ég vil bara taka ţađ fram, svo ţađ fari ekki á milli mála og sé algerlega á kristaltćru, ađ ég hef aldrei sofiđ hjá Eiđi Smára. Bara svo ţađ sé á hreinu.

Lesbók frá fyrri tíđ

Nú engist ţingheimur um međ magaherping og samviskusperrur vegna fyrirhugađrar atkvćđagreiđslu um ţađ hvort draga eigi hin fjögur frćknu međ glóandi töngum fyrir Landsdóm.

Vesalings, aumingjans fólkiđ. Ţetta er bara ţađ alerfiđasta sem ţađ hefur lent í. Á allri litlu ţingćvinni sinni.

En hvađ er svona vođa-, óskap- og ćgilega erfitt?

Nú veđur fólk umhugsunarlaust í mál viđ fólk ef ţađ uppgötvar sprungu í hlandskál í nýkeyptu húsi. Ţađ kćrir sífrandi hunda, ćlandi unglinga, lekandi húsţök, hávađasöm bólbrögđ og stefnubreyttar einstefnugötur. Algerlega hik-, og hikstalaust.

En svo ţegar á ađ senda ofdekruđu dúllubossana sem sváfu á sínum grćnustu eyrum viđ stjórvölin međan allt fór hér í fljúgandi flennifokk – ţá er ţađ ógurlega erfitt?!

Truntist bara til ađ hćtta ţessu vćli, hysjiđ upp um hvert annađ brćkurnar og sendiđ ţessa óforbetranlegu óţekktarorma beinustu leiđ til skólastjórans.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Númi Fannsker – Dagbók
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Myglar – Dagbók
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Enter – Dagbók
 
Enter – Dagbók
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Númi Fannsker – Dagbók
 
Enter – Dagbók
 
Enter – Dagbók
 
Enter – Dagbók
 
Enter – Dagbók
 
Fannar Númason Fannsker – Dagbók
 
     1, 2, 3 ... 45, 46, 47  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA