Lesbók23.04.09 — Enter

Óskaplega getur maður verið vitlaus alltaf.

Aldrei hvarflaði það að manni í öllu góðærinu að fara bara og biðja stóru strákana um pening.

– Hæ, mig vantar pening.
– Ó. Til hvers?
– Bara, til að fara í framboð eða eitthvað.
– Ókei. Hvað viltu mikið?
– Bara ... kannski svona milljón...
– Eigum við að segja fjórar og málið er dautt?
– Ókei. Hvað þarf ég að gera í staðinn? Á ég að nudda á þér eyrnasneplana?
– Neinei. Ekkert rugl. Taktu þetta bara. Þú ert svo frábær.

Þetta var svo barnalega einfalt. Nóg var til. Heilu haugarnir af dásamlegum og dýrðlegum peningum biðu eftir því einu að einhverjum hugkvæmdist að biðja um þá.

Algerlega ókeypis. Algerlega skuldbindingalaust.

En svona er þetta. Í fyrsta skipti í gervallri veraldarsögunni var boðið upp á ókeypis peninga – fyrir framan nefið á mér. Og ég missti af því.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182