Lesbók18.04.09 — Enter

Ég þusa mun í þessu ljóði
um þjóðarmorð – með köldu blóði.

Segir þar af strákastóði
sem stundaði – með köldu blóði

að leggjast á allt gull sem glóði
og gleypa það – með köldu blóði.

Öl þeirra og auðlegð flóði
úr ámum fylltum köldu blóði.

Þeir rifu allt af okkar bjóði
og átu það – með köldu blóði.

Í tryllingsbríma tóku sjóði
og tæmdu þá – með köldu blóði.

En það var feyskur, falskur gróði
sem fenginn var – með köldu blóði.

Við þögðum bara þunnu hljóði;
þurrkuð út – með köldu blóði.

 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, ... 180, 181, 182