Lesbók04.03.09 — Enter

Hvurn grefilinn á það að þýða að alþingismenn fái að hafa kveikt á símum og öðrum fjarskiptabúnaði í sölum Alþingis?

Maður sér orðið ekki háttvirta þingmenn öðruvísi en með fituga puttana á símanum, sendandi smáskilaboð, guðandi á netið eða flissandi að hvers annars feisbúkki.

Hvílík endemis andskotans óvirðing. Eins og það sé ekki nóg að horfa upp á þetta lið á sífelldu rápi eða slefdottandi í sætum sínum.

Vilja þeir ekki bara fá enska boltann á skjá líka, til að hafa ofan af fyrir liðinu? Playstation á línuna? Nú eða væna strípimey í pontu?

Almennt gildir að ef það líðst ekki í sex ára bekk, þá á það ekki að líðast á Alþingi Íslendinga.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182