Lesbók01.01.09 — Enter

Viđ áramót er ţakklćti efst í huga mér.

Ég er ţakklátur fyrir kreppuna og öll hennar samţjappandi samlegđaráhrif. Ţakklátur fyrir ţennan óvćnta, en hressilega, löđrung sem hefur vakiđ heila ţjóđ af dođa og dauđyflishćtti.

Ég er ţakklátur fyrir allar erlendu skuldirnar, öll lánin og alla vextina sem viđ ţurfum ađ borga um ókomin ár. Ţađ kennir okkur ađ öllu gamni fylgir alvara – og ađ mađur ţarf jú alltaf ađ hreinsa upp eftir gćludýrin sín, sérstaklega ef ţau sleppa inn á annarra manna lóđir.

Ég er ţakklátur fyrir öll hálfkláruđu flennihýsin, hverfin og glerhallirnar sem minna okkur á ađ fara gćtilega nćst ţegar viđ, eđa afkomendur okkar, hafa tök á ađ stćkka viđ sig.

Ég er ţakklátur fyrir verđbólguna, okurvextina og blessađa verđtrygginguna, sem heldur jú lífinu í gamla fólkinu, ţrátt fyrir ađ virđast agnarponkupínulítiđ ósanngjörn fyrir okkur hin.

Ég er ţakklátur fyrir hetjurnar okkar hugumprúđu sem komu ţjóđinni á vonarvöl og kenndu okkur enn og aftur ađ viđ eigum ekkert erindi af ţessu skeri. Ég vona ađ ţćr hafi haft ţađ gott um jólin og svelgst sem allra minnst á kampavíninu og trufflunum.

Ég er ţakklátur fyrir öll krosseignatengslin, klíkuskapinn og spillinguna, sem halda ţjóđfélaginu ţrátt fyrir allt saman. Ţví hvađ er mikilvćgara en ađ menn standi saman á erfiđum tímum, rćkti vináttu- og fjölskyldubönd og sjái um sína?

Ég er ţakklátur fyrir öll innantómu loforđin, hughreystingarnar og innistćđulausu stóryrđin sem ekkert eru og engum gagnast. Ţví ţó ţau deyfi ekki sársaukann ţá sýna ţau ađ stjórnvöld eru ţó međ einhvers konar lífsmarki.

Ég er ţakklátur fyrir allt bloggiđ, allar ađsendu greinarnar, allar nafnlitlu athugasemdirnar, allt tuđiđ og allt kvabbiđ. Öll harđorđu innanhússmótmćlin, heilögu stofureiđina sem enginn ţarf ađ ţrífa upp eftir, enginn ţarf ađ andlitsúđa međ piparsýru og enginn ţarf ađ leysa lúpulega úr varđhaldi.

Ég er ţakklátur fyrir allt ónýta fjármálaeftirlitiđ, yfirgengilegt dugleysi ţess og vanmáttinn, sem minnir okkur á ađ vera ekki sífellt međ nef ofan í hvers manns koppi. Sér í lagi ekki demantsskreyttum gullkoppum sem viđ gćtum sjálf fengiđ ađ krossmíga í einn daginn.

Ég er ţakklátur fyrir Seđlabankann okkar, sem skyndilega er ekki lengur bara kuldaleg grafhvelfing útbrunninna stjórnmálamanna – heldur hefur fengiđ nýtt hlutverk sem líkbrennsluofn krónunnar.

Ég er ţakklátur fyrir verkalýđsforingjana okkar pattaralegu, djörfung ţeirra og fórnfýsi. Megi sem flestir molar falla af bakkelsissveigđum samningaborđum ţeirra á nýju ári.

Ég er ţakklátur fyrir allt atvinnuleysiđ, allan tímann sem fólk fćr ţannig á silfurfati til ađ hugsa sinn vanagang, vera međ fjölskyldunni og bollaleggja landflótta.

Já og ég er innilega ţakklátur fyrir ráđamenn ţjóđarinnar, meintan sóma okkar uppblásin sverđ og pappaskildi. Ég vona sannarlega ađ viđvarandi óbragđiđ í munninum hafi ekki spillt hátíđarmatnum fyrir ţeim.

Takk fyrir ekkert.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182