Lesbók27.10.08 — Enter

En smart nafn. Einfalt, stutt, traustvekjandi og auðskiljanlegt. Þjóðlegt. Þjált. Gagnsætt.

Stendur að líkindum fyrir Nýji BankInn, eða eitthvað svoleiðis. Mjög töff.

Ekki skemmir fyrir að það er í svo ljómandi dágóðum félagsskap National Bureau of Investigation á Filippseyjum, Niels Bohr Institutet í Danmörku, The National Business Initiative í Suður-Afríku, National Bridge Inventory í Bandaríkjunum og svo auðvitað Newcastle Bioinformatics Initiative í Bretlandi. Ekki amaleg skammstöfun það.

Svo býður þetta upp á ægilega skemmtileg gælunöfn á borð við Nebbinn, Nabbinn eða jafnvel Nubbinn. Mjög sætt.

Þannig að ég segi bara: Til hamingju með stórkostlega velheppnaða nafngift, sem hæfir virðulegri íslenskri bankastofnun og er til þess fallið að endurvinna traust þjóðarinnar á bankanum.

Og mikið skelfing er ég feginn að ekki var bara hlaupið til í taugaveiklun og eitthvað orðskrípi af handahófi valið , nú eða einhver torkennileg merkingarleysa sem gamli Landsbankinn átti á lager.

Svona á að gera þetta. Lengi lifi ENNBÉI.

Megi þetta fagra nafn lifa með þjóðinni meðan land byggist – eða í öllu falli eitthvað fram eftir næsta ári.

 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Myglar — Dagbók
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Dagbók
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Gagnrýni
 
        1, 2, 3, 4, 5, 6 ... 180, 181, 182