Forystugrein – Enter
Enter

En smart nafn. Einfalt, stutt, traustvekjandi og auđskiljanlegt. Ţjóđlegt. Ţjált. Gagnsćtt.

Stendur ađ líkindum fyrir Nýji BankInn, eđa eitthvađ svoleiđis. Mjög töff.

Ekki skemmir fyrir ađ ţađ er í svo ljómandi dágóđum félagsskap National Bureau of Investigation á Filippseyjum, Niels Bohr Institutet í Danmörku, The National Business Initiative í Suđur-Afríku, National Bridge Inventory í Bandaríkjunum og svo auđvitađ Newcastle Bioinformatics Initiative í Bretlandi. Ekki amaleg skammstöfun ţađ.

Svo býđur ţetta upp á ćgilega skemmtileg gćlunöfn á borđ viđ Nebbinn, Nabbinn eđa jafnvel Nubbinn. Mjög sćtt.

Ţannig ađ ég segi bara: Til hamingju međ stórkostlega velheppnađa nafngift, sem hćfir virđulegri íslenskri bankastofnun og er til ţess falliđ ađ endurvinna traust ţjóđarinnar á bankanum.

Og mikiđ skelfing er ég feginn ađ ekki var bara hlaupiđ til í taugaveiklun og eitthvađ orđskrípi af handahófi valiđ , nú eđa einhver torkennileg merkingarleysa sem gamli Landsbankinn átti á lager.

Svona á ađ gera ţetta. Lengi lifi ENNBÉI.

Megi ţetta fagra nafn lifa međ ţjóđinni međan land byggist – eđa í öllu falli eitthvađ fram eftir nćsta ári.

Lesbók frá fyrri tíđ

Ţađ eru örugglega fleiri en ég sem hafa rekiđ augun í glađhlakkalega jólasveina utan á mjólkurfernum síđustu daga. Og ţađ eru örugglega líka fleiri en ég sem hafa reiđst viđ ţá sjón.

Ég get skiliđ ađ Íkea og Húsasmiđjan og Smáralind og Hagkaup og Kringlan og svo framvegis sjái sér hag í ţví vekja hjá fólki snemmbúiđ jólaskap. Slíkt getur alltaf skilađ auka krónum í kassann, enda jólin eini tíminn sem hćgt er ađ fá neytendur til ađ versla af áfergju án ţess ađ ţeir fái samviskubit. Ég get skiliđ afstöđu slíkra verslana, ţó ég sé auđvitađ algjörlega á móti henni.

Ég get hins vegar ómögulega skiliđ hvađ fćr Mjólkursamsöluna til ađ setja jólaskraut á mjólkurfernurnar um miđjan nóvember. Er sala á nýmjólk virkilega svo sveiflukennd ađ nauđsynlegt sé ađ koma neytendum í jólaskap svo ţeir hćtti ekki ađ kaupa?

Ţetta uppátćki er miklu verra en jólaauglýsingar og -skraut verslananna, ţví ef manni líkar ekki slíkt getur mađur bara sleppt ţví ađ fara í viđkomandi verslun. Ţađ sama á hins vegar ekki viđ um mjólkina, enda mjólkin vara sem fćstar fjölskyldur geta veriđ án.

Međ ţessu tiltćki er Mjólkursamsalan ađ trođa jólastemmningu upp á alla ţá sem ekki kćra sig um hana á ţessum tíma árs. Svona mjólk finnst mér vond.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA