Lesbók16.10.08 — Enter
Ort af tilefni.

Var það þess virði
þú víkingur útrásarinnar
að láta land þitt að veði
svo legið þú gætir á allsnægtabeði
og kjamsað á ávöxtum ágirndar þinnar?

Var það þess virði
að veðsetja allt sem er dýrast
hneppa þjóð þína í helsi
hrifsa burt stolt hennar, manndóm og frelsi
svo aleinn þú fengir í höllum að hírast?

Var það þess virði
að veita þér allt sem þú þráðir
ánetjast gleði og glaumi
gjálífið þreyja í óminnisdraumi
– uppskeru njóta, þó engu þú sáðir?

Var það þess virði
að verða svo sjúklega ríkur
– að eignast allt þetta glingur?
Er ekkí hjarta þér dulítill stingur?
Því sá á jú ekkert, sem yndið sitt svíkur.

 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
     1, 2, 3 ... 16, 17, 18