Lesbók16.10.08 — Enter

Sökudólgaveiđar eru vinsćlar núna, galdrabrennur og ćsingafundir eru klárlega dagsskipunin. Sem er vel.

En ţegar viđ erum búin ađ tjarga helstu drulluhalana, festa ţá á spýtu og brenna til ösku er rétt ađ huga ađ framtíđinni. Nefnilega nćstu kynslóđ fordekrađra, siđblindra og samviskulausra útrásarvíkinga – blessuđum börnunum okkar.

Er ekki ágćtis fćri núna til ađ aga ţetta óalandi barnahyski sem nú er ađ vaxa úr grasi? Ţessa óforskömmuđu dónadrýsla sem fara um međ munnsöfnuđi og hortugheitum og bera ekki virđingu fyrir einu né neinu, nema hugsanlega bakraufinni á sjálfum sér.

Ţessir sykur-, klám-, ofbeldis- og sjónvarpsmettu frođuheilar festa ekki hugann viđ nokkurn skapađan hlut, eru meira og minna ólćsir og óskrifandi – og međ öllu ótalandi. Helst ađ mađur fái yfir sig forritađar svívirđingar enskar, dirfist mađur ađ bjóđa einhverjum ţessara hornefjuđu vítisengla góđan dag.

Okkar upprennandi unglingafjöld er vitlaus, duglaus, áhugalaus, getulaus, líflaus og vonlaus. Ţví miđur.

Nú er lag. Ţađ ţarf ađ taka ţessa athyglisbrostnu óţekktarsnúđa upp á eyrum, fóđra ţá á sođinni ýsu og láta ţá hafa fyrir hlutunum. Tćma herbergin af flatskjám, leikjatölvum og ryksuguróbótum og láta óbermin hafa bćkur ađ lesa og garn ađ prjóna. Kenna ţeim ađ bera virđingu fyrir fullorđnu fólki, dýrum og dauđum hlutum – og grjóthalda svo kjafti ţegar ţess er krafist.

Ekki seinna en strax.

Fyrst VHS-kynslóđin gat komiđ ţjóđinni á hvínandi kúpuna ţori ég varla ađ hugsa til ţess hvađ Playstation-kynslóđin getur gert okkur.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182