Lesbók26.03.08 — Enter

Ég veit að það er ljótt að vera vondur við dýr – og það er ljótt að vera vondur við minnimáttar. Eins er það með hús. Það er ljótt að vera vondur við hús. Meir að segja mjög ljótt.

Nú vaða uppi húsníðingar og byggingaböðlar sem af einskærri illfýsi og skepnuskap drabba og níða niður varnarlaus mannvirki í miðborginni. Áður reisuleg og lífleg híbýli standa nú auð og yfirgefin, útmigin, útspreyjuð. Svívirt og niðurlægð.

Það þykir mér ljótt.

Svoleiðis nokkuð gera bara vondir menn – svartar, gráðugar sálir sem engu eira til að fá sínum ómerkilegu fýsnum fullnægt. Drullusokkar. Samviskulausir skíthælar sem dirfast að murka lífið úr miðborginni okkar, aflífa hana smátt og smátt, hluta hana niður. Pína og pynta fyrir allra augum.

Já, það er verið að myrða húsin okkar. Miðborginni er að blæða út. Hægt, en örugglega. Og enginn gerir neitt.

Og það er ljótt að standa hjá og gera ekki neitt þegar vondir menn myrða málleysingja. Svo mikið veit ég.

 
Enter — Sálmur
 
Myglar — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Kaktuz — Forystugrein
 
Kaktuz — Sálmur
 
Kaktuz — Sálmur
 
Enter — Leikrit
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 179, 180, 181, 182