Lesbók02.09.07 — Númi Fannsker

Jæja. Þá er ritstjórn Baggalúts komin úr sínu langa og leiðinlega sumarfríi, eina ferðina enn. Ég er því búinn að snúa við skiltinu í glugganum sem á stóð LOKAÐ en þar stendur nú OPIÐ.

Nýjungar á vefnum eru nokkrar. Til dæmis er hann öðruvísi á litinn og mér skilst að Enter hafi dregið úr pússi sínu nýja og áður ónotaða leturgerð; „Esbjerg Permo“. Sem er mjög smart. Einnig er nú boðið, í fyrsta sinn, upp á tilraunaútsendingar á svokölluðu Heimsljósi Baggalúts - sem er nýjung í miðlun sannleikans hérlendis. Einnig er hægt að hlusta á nokkurn fjölda dægurlaga með hinni kunnu Köntrísveit Baggalúts og fleira og fleira.

Það er von ritstjórnar að breytingarnar mælist vel fyrir og hér muni, sem hingað til, blómstra frjótt og fallegt menningarlíf þar sem sannleikurinn er í fyrirrúmi.

Lifi sannleikurinn!

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Dagbók
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 180, 181, 182