Lesbók27.10.05 — Enter

Álpaðist út að éta með vistklúbbnum hans Myglars í hádeginu, nánar tiltekið á eitthvað Bístró í Austurbænum sem ég man ekki hvað heitir. Þessi samkunda var nú svosem ekki í frásögur færandi, enda frávita, súpusötrandi gamalmenni ekki áhugaverðastifélagsskapur sem ég get hugsað mér.

Nema hvað að þar sem ég stend þarna í biðröð eftir að fá mér af einhverju kálkenndu hlaðborðsviðrini kemur ekki sjálfastur formaður Vinstri Grænna, þessi sköllótti, askvaðandi og biður mig góðfúslega að fá að laumast framfyrir til komast að súpupotti sem þarna stóð. Gott og vel sagði ég, enda aumingjagóður með afbrigðum og fylgdist með 5. þingmanni norðausturkjördæmis súpa disk sinn.

Varð mér þá hugsað til þess hve illa væri nú komið fyrir þjóðinni þegar háttvirtir þingmenn þurfa sjálfir að skenkja sér súpu og betla sig að kjötkötlum eins og hver annar hungraður rakki.

Mest langaði mig til að taka háttvirtan þingmanninn og faðma hann að mér, strjúka honum um bert höfuðið og biðja hann að fyrirgefa þjóðinni þessa óvirðingu við ósérhlífið starf hans - og stöðu.

En þegar ég ætlaði að tjá honum þessar hugsanir mínar hafði hann stungið upp í sig hálfum brauðhleif svo ég hafði ekki geð á því. Lét mér nægja að brosa hughreystandi til hans og hrista höfuðið dapurlega.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Dagbók
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 180, 181, 182