Lesbók07.03.05 — Enter

Látum okkur nú sjá. Hvað er eiginlega títt héðan af ritstjórn.

Jú, Kaktuz er vitanlega í barnseignarleyfi. Við fórum í heimsókn til hans í gær og færðum erfingjanum 100 gullofnar bleyjur, playstation 2 ásamt nokkrum vel völdum ofbeldisleikjum og auðvitað mirru. Hann var nú hress að sjá okkur kallinn, altsvo Kaktuz - erfinginn svaf nú bara.

Spesi er í Kaupmannahöfn - sennilega drukkinn.

Dr. Herbert blessaður er kominn til Sviss, þar sem hann fer huldu höfði við rannsóknir sínar á frímúrurum, osti - og hugsanlegum tengslum þar á milli.

Myglar er búinn að vera innilokaður á skrifstofunni sinni svo mánuðum skiptir, kemur aðeins fram til að drekka kaffi og smyrja sig með þykku lagi af ufsalýsi. Hann neitar alfarið að segja okkur hinum hvað hann er að sýsla.

Númi er alltaf sami drulluháleistinn. Hann situr hér á móti mér alla daga og yrðir ekki á mig. Ekki eftir að ég kallaði nýju ritgerðina hans um lesbíubrennurnar á Hornafirði á 16. öld 'ódýrt kvöldrunk fyrir miðaldra og einmana uppgjafafræðimenn'. Það átti raunar að vera hrós.

Og ég? Ég er nú bara að drekka kaffi.

 
Kaktuz — Saga
 
Kaktuz — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
        1, 2, 3 ... , 180, 181, 182