Lesbók21.04.04 — Spesi

Ég var varla búinn ađ jafna mig eftir rannsóknarferđ mína til Svínţjóđar ţegar undirbúningur hófst fyrir lag Baggalúts í tilefni sumardagsins fyrsta. Ađ venju kom ţađ í hlut austur-ţýsku ţungarokkshljómsveitarinnar Thundervolt ađ annast flutninginn.

Upptökum lauk í gćr og nú er eftirvinnsla lagsins í gangi, en hún er eins og svo oft áđur í höndum snillingsins Guđmunds Kristins Jónssonar. Sjálfur fylgdist ég međ ţegar veriđ var ađ taka upp söng og bakraddir í gćrkvöld og verđ ég ađ segja ađ ég varđ mjög hrifinn af ţví sem ég sá og heyrđi.

Fyrir upptökurnar vissi ég ađ sjálfsögđu hversu einstakur söngvari Tony Ztarblaster er. Gaman var ađ fylgjast međ honum viđ upptökur - ţó stutt vćri, ţar sem hann syngur jafnan allt í einni töku. Hann er ekki kallađur Tony "one take wonder" Ztarblaster fyrir ekki neitt! Reyndar tók hann ađ venju upp aukatöku ţríund ofar (fyrir einkasafniđ sitt), en sú útgáfa á ekki eftir ađ koma fyrir sjónir almennings fyrr en ađ honum gengnum...

Ţađ sem kom mér ţó skemmtilega á óvart var hversu ótrúlega góđa bakraddasöngvara hljómsveitin hefur innanborđs. Fćrnin og vinnubrögđin voru međ ólíkindum góđ og á örskömmum tíma var fariđ ađ hljóma eins og Tony vćri međ heilan kór á bak viđ sig.

Sannarlega gaman ađ fylgjast međ slíkum fagmönnum ađ störfum! Mikiđ hlakka ég svo til ađ heyra endanlega útgáfu lagsins, ađ ég tali nú ekki um ađ leyfa gestum Baggalúts ađ njóta ţess međ okkur!

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182