Lesbók02.02.04 — Enter

Merkilegur miðill, útvarp.

Ritstjórn Baggalúts stormaði inn í höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins síðastliðinn laugardag, þ.e.a.s. allir nema Spesi, sem er í Stokkhólmi við menningartengdar líffræðitilraunir - og Dr. Herbert, sem fær hvort eð er aldrei að vera með í neinu skemmtilegu.

Eftir að hafa rökrætt dágóða stund við dyragæslukvendi um hvort við ættum yfirleitt erindi inn í bygginguna skálmuðum við eftir myrkvuðum göngum þessa húsferlíkis. Þar var enginn.

Eftir nokkrar rannsóknir fundum við loks hljóðmanninn okkar og upptökuverið. Það var ansi lítið, en dugði. Hann var líka ansi lítill, en dugði.

Upptökur gengu bærilega, þar til Númi fór að dreypa ótæpilega á viskífleygnum og krafðist þess að fá að lesa Gunnarshólma - 'fyrir lýðveldið og mömmu', eins og það var orðað.

Skömmu síðar hvarf Kaktuz inn á bað með - að því er ég best fékk séð - Gerði Bjarklind, ekki í fyrsta skipti.

Ekki leið á löngu þar til Myglar missti þolinmæðina og heimtaði að fá að ræða við útvarpsstjóra því honum þóttu hljóðnemarnir ekki nógu næmir - og upptökubúnaður allur full viðvaningslegur fyrir sinn smekk. Þegar honum var tjáð að Markús væri því miður ekki viðlátinn, trylltist hann algerlega og rauk út í fússi með þeim orðum að þetta mál færi fyrir ráðherra strax eftir helgi.

Eftir sátum við hljóðmaðurinn, hálf forviða - jafnvel hvumsa. Eftir að hafa reynt að lesa dálítið upp úr Eglu og trallað mig gegnum eina, tvær rímur varð það loks úr að við skelltum Harry Belafonte á fóninn, settum á upptöku - og forðuðum okkur.

 
Kaktuz — Saga
 
Kaktuz — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
        1, 2, 3 ... , 180, 181, 182