Lesbók10.10.03 — Númi Fannsker

Við Enter heimsóttum uppvakningana Sigurjón og Dr. Gunna í morgun. Höfðum meðferðis nýtt stuðningslag Baggalúts sem þeir léku fyrir hlustendur sína eftir dulítið spjall. Að leik loknum ræddum við vítt og breitt um tilurð lagsins og gerðu þeir félagar góðan róm að laginu, sérstaklega þó hinn rauðsköllótti doktor sem sagði það einstaklega kraftmikið og nokkuð í ætt við lagasmíðar uppáhaldshljómsveitar sinnar - Toto. Sjálfum þykja mér þeir félagar í Toto fullmiklir vælukjóar, en svona er smekkur manna misjafn.

Á göngum Íslenska útvarpsfélagsins rákumst við svo á Auðun Blöndal sem vísaði okkur á sjálfan Sveppa, sem er sennilega jafnkrullaðasti maður sem ég hef augum barið. Eftir miklar fortölur féllumst við Enter á að leyfa þeim félögum að sýna spánnýtt myndband við lagið í dægurþættinum 70 mínútum í kvöld - en fyrir einskæra tilviljun var Enter með eintak af myndbandinu innanklæða.

Svo skilst mér að til standi að við röbbum við höfðingjana í dægurmálaútvarpi Rásar2 seinnipartinn. Það er alltaf gaman að koma í musterið í Efstaleiti - þar er góður andi og einhver sannleikur sem svífur þar yfir vötnum.

 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, ... 180, 181, 182