Lesbók25.10.01 — Kaktuz

Í fyrsta pistli mínum hér á Baggalúti gerði ég að umræðuefni nauðsyn þess að landinn temji sér sparnað og nýttni á þessum tímum þrenginga. Eitt af því sem einkennir góðar fjárhagslegar venjur er það að hugsa til framtíðar og leggja fyrir. Það sem mörgum er þó ekki ljóst er að það má leggja fleira fyrir en beinharða peninga.Margir hafa kynnst því hversu gaman það getur verið að safna frímerkjum. Safna þeim saman einu og einu í senn, pressa, sortera og raða. Hægt er að fá fallegar bækur með þar til gerðum blaðsíðum sem skemma ekki dýrmætu merkin. Þó eru til aðrir ferkantaðir pappasnepplar sem ekki eru síður verðmætir. Gallinn við þá er að þeir, öfugt við frímerkin, verða nær allgerlega verðlausir með tímanum. Þetta eru skiptimiðar strætisvagna höfuðborgarsvæðisins. Það sem flestir átta sig ekki á er að þá er einnig hægt að nota nákvæmlega ári seinna því þá er dagsetningin og tímasetningin sem stimpluð er á miðana að nýju orðin rétt á ný. Þetta getur einnig verið skemmtilegt verkefni fyrir alla fjölskylduna. Börnin safna saman miðum frá vinum og ættingjum á meðan að mamma og pabbi sortera og raða eftir dagsetningum. Svo ári eftir að söfnunin hefur hafist er hægt að byrja að nota miðana. Miðarnir halda svo áfram að endurnýjast. Fyrir hvern miða sem nýtist á þennan hátt sparast milli 70 og 200 krónur. Fljótlega er hægt að borga upp frímerkjabókina og nota má sparnaðinn í annað. Ekki lélegt það.

 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Spesi — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker — Forystugrein
 
        1, 2, 3 ... 176, 177, 178 ... 180, 181, 182