Sálmur – Kaktuz

ţađ er ótrúleg tilviljun
hvađ ţađ er til margt leiđinlegt fólk
miđađ viđ hvađ ég er skemmtilegur

Lesbók frá fyrri tíđ

Tussa er orđ. Meir ađ segja nokkuđ alţjóđlegt orđ.

Tussa er til ađ mynda raforkufyrirtćki í Noregi, eţíópískt fótboltaliđ og tussa ţýđir hósti á portúgölsku, eftir ţví sem mér skilst.

Ţađ breytir ţví ekki ađ tussa er fádćma niđrandi og gildishlađiđ orđ á íslensku - gott ef ekki ţađ allra dónalegasta og rćtnasta. Og eru ţau ţó ýmis svćsin til sem líkja fólki viđ kynfćri, úrgang og jafnvel saklaus dýr, oftar en ekki kvenkyns.

En hvađ um ţađ. Ţessu ljóta og leiđinlega orđi er oftast nćr beint gegn konum. Karlar geta jú veriđ óttalega tussulegir, en ţađ verđur einhvern veginn ósköp bitlaust, allt ađ ţví krúttlegt. Enda vita karlmenn innst inni ađ ţeir eru ekki og verđa aldrei alvöru tussur.

En hvers vegna svíđur ţetta orđ ţá svo, eitt og sér? Ţađ liggur ekki í orđinu sjálfu, eins og norskir raforkusalar og portúgölsk hóstaköst geta vitnađ um.

Heldur miklu fremur í allri ţeirri ţrúgandi, andstyggilegu, mannfjandsamlegu og meiđandi merkingu sem safnast hefur á bak viđ ţetta litla orđ hér heima, í landi hinna köldu karla. Og brýst út í munnsöfnuđi rökţrota, lítilla manna. Karla sem vitandi eđa óafvitandi hata konur.

Ţví ţađ ađ uppnefna konu tussu - og leggja jafnvel áherslu á mannhatriđ og eigin aumingjaskap međ ţví ađ skeyta kerlingar- fyrir framan. Og ţađ ađ ţora svo ekki einu sinni ađ segja ţađ upp í opiđ geđiđ á viđkomandi.

Lćgra er mér vitandi ekki hćtt ađ leggjast.

En ţví miđur hef ég ekkert orđ, nógu sterkt, sem lýsir fyrirlitningu minni á ţannig mönnum.

Enter 3/3/11
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Spesi – Sálmur
 
Númi Fannsker – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Kaktuz – Sálmur
 
Kaktuz – Sálmur
 
Kaktuz – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Kaktuz – Sálmur
 
Kaktuz – Sálmur
 
Númi Fannsker – Sálmur
 
Kaktuz – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Myglar – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Myglar – Sálmur
 
Númi Fannsker – Sálmur
 
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA