Lesbók11.04.03 — Spesi

Það er ýmislegt sem hefur stuðlað að því að ég er í vondu skapi í dag.

Útsýnið fyrir utan gluggann hjá mér er til dæmis ekki upp á marga fiska. Ég er nefnilega ekki með neinn glugga. Auðvitað var ég látinn fá verstu skrifstofuna þegar við fluttum inn. Þá er allt of heitt hérna inni og loftið viðbjóðslegt, en ekkert hægt að gera í því.

Enter var að tala um að bjóða mér upp á ís, en eins og hann veit vel borða ég ekki ís. Þannig slapp hann billega frá því.

Nú hírist ég því heitur og sveittur inni í gluggalausri og daunillri skrifstofunni að kynna mér skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um ýmiss konar skyndibita og gosdrykki. Það er ótrúlegt að lesa um hvernig pylsur eru framleiddar. Hvílíkur viðbjóður! Að ég tali nú ekki um kókið; eftir að hafa lesið um það hafa mér dottið í hug ýmsar nýjar leiðir til að nota það - til dæmis sem tjöruhreinsi.

Nei, þetta er leiðindadagur. Sem betur fer er að koma helgi og á meðan þarf ég ekki að umgangast þessa apaketti sem ég starfa með.

 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 180, 181, 182