Lesbók27.03.03 — Enter

Ţađ var sem mig grunađi.

Ég fór niđur í Laugardalshöll í gćr til ađ líta til međ framkvćmdum fyrir landsfundinn og ţađ fyrsta sem ég rak augun í var fálki sem hékk á veggnum, tákn flokksins. Ég trúđi ekki mínum eigin augum - greip ţéttingsfast í hárlubbann á nćsta starfsmanni og dró hann ađ myndinni.

- 'Hvađ á ţetta ađ fyrirstilla?' hvćsti ég milli samanbitinna tanna. Strákrolan fölnađi upp og stamađi:
- '..ţe-ţetta er einkennisörninn.'
Ég herti takiđ tilfinnanlega og urrađi:
- 'Ţetta er sjálfstćđisFÁLKINN já - og hvađ eru margar einingar í fálkanum?'

Ég sá skilninginn slokkna í andlitinu. Ég útskýrđi, hćgt:
- 'Einingar. Fálkinn er samansettur úr einingum. Teldu einingarnar.'
Eftir drykklanga stund og ţjáningarfull heilabrot kom svariđ:
- '..eee, 43?'
- 'Akkúrat. 43. Ţrír í stéli. 21 í vinstri vćng. 19 í ţeim hćgri.'

Löng ţögn.

- 'Hvađ er ţá ađ?' spurđi ég, ţolinmóđur ađ mér fannst.
- '..eee..of margir?' tuldrađi hann gegnum svitagrímuna.
- 'OF MARGIR??? ŢEIR ERU OF FÁIR!' ćpti ég og klessti nefiđ á honum upp viđ gogginn á fálkanum.
- 'Ţađ skulu vera 47 einingar í fálkanum, örverpiđ ţitt. Ţrjár í stéli, 23 í vinstri vćng og TUTTUGUOGEIN í ţeim hćgri! Ein fyrir hverja dyggđ sjálfstćđismannsins!'
- '..ó.'

Ég ţeytti viđmćlanda mínum niđur nálćgan stiga og strunsađi öskuillur í burtu. Ég hellti mér síđan yfir skipuleggjendur sem allir svörđu af sér ţessa vanvirđu viđ flokkinn- auk ţess sem enginn vildi taka ábyrgđ á ţví ađ fuglshelvítiđ var augsýnilega átta litatónum of ljóst.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182