Lesbók11.02.03 — Myglar

Hvað haldiði að hafi beðið eftir mér inni á skrifstofunni minni þegar ég kom úr hádegismat núna áðan?

2000 símtæki.

Þessir hálfvitar á ritstjórn voru búnir að festa kaup á heilum lager af símtækjum og setja þau öll inn á skrifstofuna hjá honum mér.

Og ekki nóg með það.

Öll þessi símtæki þurfa auðvitað símalínur og þegar ég hringdi í Landssímann komst ég að því að búið var að panta línu og númer fyrir hvert einasta af þessum 2000 símtækjum, "og þeir sögðu að þetta yrði að vera komið í samband fyrir laugardagskvöldið," sagði mér furðu lostinn starfsmaður Símans, sem fannst þetta álíka undarlegt og mér.

En maður þarf auðvitað ekkert að velkjast í vafa um það hvað þessir þöngulhausar ætla að gera við 2000 síma tengda við 2000 mismunandi símanúmer: KJÓSA Í EUROVISION!!!

Hálfvitar, allir með tölu.

 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, ... 180, 181, 182