Lesbók03.02.03 — Númi Fannsker

Ritstjórn var viđ stíf fundarhöld á laugardaginn og fram á kvöld, enda ýmislegt í bígerđ sem lýtur ađ útgáfu á vefnum. Fundi var umsvifalaust slitiđ ţegar Kaktuz dró úr pússi sínu koníaksfleyg og saup á. Viđ ţađ drógu ađrir ritstjórnarmeđlimir fleyga úr vösum og varđ úr hin besta skemmtan.

Ég flutti einleikinn "Kvefađi vefarinn", sem ég ţýddi eftir handriti Umbertos Barrolo hér um áriđ. Spesi fór međ "Laxaţulu" og fáein frćndaljóđ. Kaktuz sýndi okkur brúđuleikinn "Long John Silver", sem hann samdi á menntaskólaárum sínum. Myglar leysti fyrir okkur fáeinar skákţrautir en Enter var orđinn býsna ţvoglumćltur og ţví geri ég mér ekki grein fyrir ţví hvert hans framlag var - ţađ hafđi ţó eitthvađ međ holdsveiki ađ gera, held ég.

Eftir drykklanga stund voru ţeir Myglar og Enter sofnađir í fađmlögum uppá dívan og viđ hinir brugđum okkur ţví á vínveitingahús til frekari vökvunar andans. Er skemmst frá ţví ađ segja ađ viđ brögđuđum 16 tegundir af líkjörum, 7 bjórtegundir, íslenskt brennivín, tékkneskan perusnafs, fjórar viskígerđir, ákavíti og finnskan séníver. Ađ ţví loknu skjögruđum viđ út í nóttina og rankađi ég viđ mér í fötunum hans Spesa í rútu á leiđ suđur til Keflavíkur. Ekki veit ég hvađ varđ um félaga mína - enda hefi ég hvorugan heyrt né séđ síđan.

Myglar og Enter liggja enn í fađmlögum á dívaninum.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Dagbók
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 180, 181, 182