Forystugrein – Enter
Enter

Ég sé ađ full­hátt­virtur forseti hins háa Al­ţingis er međ eitthvađ bakkaklór eftir ömurđ­ar­veisluna sem hann hélt á Völl­unum ađ viđ­stöddu fá­menni í gćr.

„Forseti Al­ţingis harmar ađ heim­sókn danska ţing­forsetans hafi veriđ notuđ til ađ varpa skugga á hátíđar­höldin og leyfir sér ađ trúa ţví ađ ţađ sé minni­hluta­sjónar­miđ ađ viđ­­eigandi sé ađ sýna danska ţing­­for­setanum óvirđ­ingu ţegar hann sćkir okkur heim og kemur fram fyrir hönd danska Ţjóđ­ţingsins og dönsku ţjóđar­innar.“ — segir forseti.

Ég mót­mćli herra forseti.

Ţessi van­hugsađa og alls óvel­komna heim­sókn var hreint ekki „notuđ“ til ađ varpa skugga á fjöl­milljóna­partíiđ ţitt. Heiđurs­gesturinn flótta­legi sá alveg sjálfur um ađ varpa sínum skođana­myrka skugga á hátíđa­höldin og eyđi­leggja ţau gersam­lega.

Ţađ eru miklu fremur Danir sem sýna okkur óvirđingu međ ţví ađ senda ţessa út­dönkuđu rasista­píu hingađ — og skömmin er ţeirra ađ púkka upp á hana sem ţing­forseta yfir­höfuđ.

Ţađ er nefni­lega míkró­minni­hluta­sjónar­miđ ađ halda ađ ţađ sé í lagi ađ dubba upp rauđ­klćdda rasista og leiđa til hásćtis á hátíđar­ţing­fundi á sjálfu Lög­bergi. Og ţađ ađ gera lítiđ úr gagn­rýni á ţetta skipulags­slys er ekkert annađ ómerki­legt yfir­klór og eftirá­mjálm.

Svo eiga menn bara ađ drullu­fruss­fretast til ađ biđjast af­sökunar á klúđrinu í stađ ţess ađ barma sér undan eđli­legum viđ­brögđum viđ ţessum skammar­lega undir­lćgju– og druslu­gungu­hćtti.

Góđar stundir.

Fréttir
Enter – 31.07.18
 
Enter – 06.02.18
 
Útgáfa
Lesbók frá fyrri tíđ

Mikiđ var nú uppörvandi ađ sjá ţingheim saman kominn í gćrkvöldi. Hressan og endurnćrđan eftir sumarfrí. Uppfullan af eldmóđi og hugmyndum. Kjarki og dirfsku.

Eđa svoleiđis.

Eiga ţetta ađ heita fulltrúar ţjóđarinnar? Er ţetta fólkiđ sem á ađ bjarga okkur? Leiđtogarnir? Guđ minn almáttugasti.

Ţessi ţjóđkjörnu himpigimpi komu ţarna hvert á fćtur öđru, hikstandi og stamandi, blađandi í ţunnbotna rćđubleđlum. Hóstandi, andstutt og rasssveitt. Er ekki í ţađ minnsta hćgt ađ redda ţessum bakkelsisfylltu vesalingum textaskjá, til ađ ţau geti horft framan í okkur međan ţau muldra ţetta og tuldra?

Og ekki var sérdeilis hughreystandi ađ sjá fram í salinn. Ţarna sátu frjálshyggjupésar eins og skömmustulegar smástelpur međ hönd undir kinn og fingur ađ nös. Ungandstöđukvendi mauluđu tyggjó og útlifađir ellibelgir horfđu galtćmdu augnaráđi upp í loftiđ og óskuđu sér ţess eins ađ ţetta vćri nú allt um garđ gengiđ.

Ađ sjá ţetta liđ var ekki huggun hnípinni ţjóđ. Ţađ gerđi lítiđ nema ađ auka á magapínuna, ógleđina og nagandi vissuna um ađ viđ séum í djúpsteiktum, daunillum skít.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Saga
 
Fannar Númason Fannsker – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Sálmur
 
Kaktuz – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Myglar – Sálmur
 
Kaktuz – Saga
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Myglar – Sálmur
 
Númi Fannsker – Sálmur
 
Enter – Sálmur
 
Kaktuz – Forystugrein
 
Kaktuz – Sálmur
 
Kaktuz – Sálmur
 
Enter – Leikrit
 
Númi Fannsker – Sálmur
 
Kaktuz – Saga
 
        1, 2, 3 ... , 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA