BAGGALÚTUR
FRÉTT — 1/12/16 — Enter
Hægrimenn mynda hægristjórn – af því að þeir geta það
Bjarni er svokallaður hægrimaður. Þeir eru mest fyrir hægri stjórnir.

Íslenskir hægrimenn hafa ákveðið að mynda svokallaða hægristjórn.

Hefur þetta komið ýmsum töluvert í opna skjöldu, einkum fólki á vinstri væng stjórnmálanna. Telja margir sig illa svikna, sérí lagi þeir sem ekki kusu flokkana þrjá sem nú geta myndað stjórn.

Mest eru þó vonbrigði þeirra sem kusu einn þessara flokka, en hefðu kannski mögulega kosið eitthvað allt annað, hefðu þeir kynnt sér hvað þeir voru að kjósa yfir höfuð.

Aðspurður um það hvers vegna í ósköpunum ætlunin sé að mynda hægri stjórn á þessum tímapunkti sagði væntanlegur forsætisráðherra undrandi: „Ööö … beisikklí af því að við getum það.“