BAGGALÚTUR
FRÉTT — 6/12/15 — Enter
Hanna Birna hættir í fýlu
Aðeins Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið lengur samfleytt í fýlu en Hanna Birna.

Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur ákveðið að hætta í fýlu. Þetta tilkynnti hún flokksmönnum sjálfstæðisflokksins í tölvupósti sem hún sendi út í dag.

Hanna Birna segir í bréfinu að ástæðan sé einföld, henni sé orðið frekar illt í munnvikunum og nú sé kominn tími til að brosa, í það minnsta út í annað. Ákvörðunin hafi þó ekki verið auðveld.

Gert er ráð fyrir að Hanna kynni fyrirhugaðan uppistandstúr sinn um landið síðar í vikunni.