BAGGALÚTUR
FRÉTT — 4/12/15 — Enter
Gleymdist að segja Sigmundi frá neyðarútgönguleiðum
Neyðarútgangi á bakhlið Alþingishússins var komið fyrir í stjórnartíð Ólafs Thors.

Svo virðist sem gleymst hafi að segja Sigmundi Davíð, þaulsitjandi forsætisráðherra, frá mögulegum neyðarútgönguleiðum úr þeirri vonlausu stöðu sem hann er í.

Kann þetta að skýra það að ráðherra virðist ekki koma auga á augljósustu leiðina til að forða sér út úr þeirri klípu sem hann hefur komið sér í.

Rétt er þó að taka það fram að ráðherra hefur myndað með sér gríðarlegt óþol gegn ráðleggingum flugfreyja og því er ekki ósennilegt að hann hafi hreinlega hunsað leiðbeiningarnar á sínum tíma.