![]() | |
Baggalútur ásamt Gömlum Fóstbræðrum kynnir umhverfislistaverkið:
Ísland, ég elska þig (gullnir steypast fossar) Lagið er innblásinn ættjarðarsöngur ætlaður íslenskri þjóð á ögurstund. Má segja að verkið sé eins kyns óformlegt umhverfismat Baggalúts og er því ætlað að endurspegla gengdarlausa ást og umhyggju fyrir jafnt landi, tungu og þjóð. Karlakórinn Gamlir Fóstbræður lagði til þá karlmannlegu undiröldu sem nauðsynleg er lagi sem þessu og laglínan er sungin tifandi tenórröddu, sem ekki er heiglum hent að fylgja - enda á það ekki að vera á færi nema fagmanna að túlka góða ættjarðarsöngva. Lag: Bragi Valdimar Skúlason, Mickael Svensson & Guðm. Kristinn Jónsson Ljóð: Bragi Valdimar Skúlason Söngur: Guðmundur Pálsson, tenór. Hljóðfæraleikarar: Bassi og gítarar: Guðmundur Pétursson. Trompet: Kjartan Hákonarson. Básúna: Samúel Jón Samúelsson. Strengir: Chris Carmichael ásamt léttstrengjasveit Nashvilleborgar. Trommur: Kristinn Snær Agnarsson. Hammond: Sigurður Guðmundsson. Petrof flygill: Mikael Svensson. Kór: Gamlir Fóstbræður. Raddsetning: Karl Sigurðsson. Kórstjórn: Njáll Sigurðsson. Upptökur: Hljóðritað í Sýrlandi, Hafnarfirði, Sýrlandi, Skúlatúni og í OMNIsound studios, Nashville. Upptökumenn: Guðm. Kristinn Jónsson og Styrmir Hauksson. Stjórn upptöku: Guðm. Kristinn Jónsson. Aðstoð við upptöku: Karl Sigurðsson og Bragi Valdimar Skúlason.
|