— GESTAPÓ —
Lágmenning, plebbar og orðspor lands vors erlendis
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 21/4/08 19:37

Ojæja, ég bý nú í Kaupmannahöfn og get sagt að það eru aðallega Grænlendingar, Sómalar og svo bara heimamenn sjálfir sem eru fullir á almannafæri. En á kvöldin klikkar það ekki að maður heyrir ólætin í fullum Íslendingum, mærandi sig og fósturjörð svo hátt að jafnvel Keisarinn í Kína heyrir hátt og snjallt. Þetta með plastpokann stemmir þó að vissu leiti. Í þau skipti sem maður sér Íslendinga fá sér einn og einn öl á Strikinu þá eru þeir oftar en ekki með plastpoka úr Seven-Eleven með nokkrum svellköldum í.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 21/4/08 21:21

Hér í Flens heyrir maður bara þegar íslendingar eru á ferð enda lætur í þeim eins og púströrslausri 1100 súkku á 12 þúsund snúningum.
Þá tek ég stóran krók og held kjafti og skammast mín.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 21/4/08 21:28

Ég hafði lúmskt gaman af því í Netto um daginn, að ég heyrði tvo unglingspilta mæla á íslenzka tungu. Þeir voru fyrir mér þar sem ég þurfti að komast að vörum handan þeirra, þannig að ég sagði hátt og snjallt: Afsakið, drengir, og skaut mér framhjá þeim. Stóðu þeir opinmyntir eptir.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
LOKAÐ
        1, 2
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: