— GESTAPÓ —
Lágmenning, plebbar og orðspor lands vors erlendis
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 14/4/08 19:54

Heiðruðu vinir.

Nú í morgun fletti ég fréttablaði danskra, Nyhedsavisen. Rak ég upp stórt auga er fyrir það bar svohljóðandi auglýsing:

Tilvitnun:

Stærsta poppstjarna Íslands
-dinner show í Cirkusbygningen 24. april 2008 kl. 19

www.koeben.is og icelandair kynna:

Stórtónleikar BO HALL ásamt strengjaleikurum frá sinfóníuhljómsveit dönsku óperunnar.

Bo Hall fær auk þess til sín fjölda gesta, m.a. Stefán Hilmarsson, Svölu Björgvinsdóttur, Eyjólf Kristjánsson, Siggu Beinteins, Regínu Ósk, leynigest o.fl.

3ja rétta Wallmanns dinner, stórtónleikar frá kl. 20:30-22, dansleikur frá 23-03 og hyggelig dönsk vorstemmning, verð aðeins 1.800 DKK*

*Fyrir meðlimi í Netklúbbi Icelandair: 1600 DKK (Skráðu þig á ww.icelandair.dk/islendingar).
Miði á dansleik (húsið opnar kl. 22:15): 399 DKK.

‹Selur upp›

Ég hef ekki þýtt stafkrók í þessari auglýsingu, svona birtist hún í dönsku blaði. Hana prýddi mynd af þráttnefndum sk. „BO HALL“.

Mér finnst það afar lýsandi fyrir ákveðinn hóp menningarleysingja að í sömu andrá komi fyrir vefslóð kennd við afbökun nafns Kaupmannahafnar og þessi „tónlistamaður“ skuli vera kynntur sem fýsilegur áheyrnar.

Þá bendi ég á þetta félagsrit mitt, máli mínu til stuðnings: http://www.baggalutur.is/gestapo/profile.php?mode=viewprofile&u=1821&n=6493

Til er orð á dönsku, fiskeperker. Það notast yfir ákveðinn hóp Íslendinga, þá er flytja til Danmerkur en læra ekki tungumálið, hópa sig saman með löndum sínum og einangrast í íslenskri (ó)menningu í nýja landinu. Flytja hana jafnvel til sín.

‹Starir þegjandi út í loftið›

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 14/4/08 20:01

Verðum við ekki að mæta fyrir utan og míga á bygginguna, drekka brennivín, syngja Hafið bláa hafið, slást smá, drekka meira brennivín, segja öllum sem ganga framhjá að við séum bestir í heimi og enda kvöldið svo á að láta handtaka okkur meðan við öskrum og æpum „14-2 er ekki gleymt!“?

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 14/4/08 20:05

Þá getum látið reyna á lagagrein sem mér skilst að sé í gildi hér í Danmörku; sé Íslendingur dreginn fyrir dóm, á hann kröfu á að réttað sé yfir honum á íslenzku.

‹Ljómar upp›

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 14/4/08 20:09

Ég er nú bara kölluð isperker.... en þó í góðu gamni. Því ég tala jú dönsku og er enn að reyna að læra.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 14/4/08 20:10

Þessi auglýsing er náttúrulega bara svívirða á allan hátt.
Ekki nóg með að þetta sé illa skrifað og illa framsett, heldur er það til skammar að vera að flytja þennan bóbó hingað út.
Maður reyndi jú að forðast þetta fyrirbæri á íslandi svo ekki fer maður að keyra til köben að upplifa hryllinginn.
‹Ælir og ælir aftur›

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 14/4/08 20:15

Galdrameistarinn mælti:

[...]ekki fer maður að keyra til köben að upplifa hryllinginn.

!!!

Borgin við Eyrarsund heitir Höfn, ef maður nennir ekki að skrifa Kaupmannahöfn!
Ég hélt ég hefði drepið ónefnið kööööben með félagsritinu þar um.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 14/4/08 20:17

Köben, köben, köben, köben, köben!

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 14/4/08 20:20

‹Brestur í óstöðvandi grát og týnir trúnni á mannkynið, aftur›

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 14/4/08 20:26

Ekki vera svona sár Günther. Þetta eru jú bara fiskeperker. Hvað heldur þú að þeir viti um „stórborgir“?

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 14/4/08 20:28

Hvað þýðir fiskeperker?
‹Keyrir til Hafnar og býður Gunnu frænku til Köben›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 14/4/08 20:32

Jarmi mælti:

Ekki vera svona sár Günther. Þetta eru jú bara fiskeperker. Hvað heldur þú að þeir viti um „stórborgir“?

Taktu þetta prik úr rassgatinu á þér Jarmi. Getur notað það til annara nota, eins og t.d. að fullnægja konu.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 14/4/08 20:39

Aulinn mælti:

Taktu þetta prik úr rassgatinu á þér Jarmi. Getur notað það til annara nota, eins og t.d. að fullnægja konu.

Þar sem ég er svo mikill fiskeperker þá vil ég bara fullnægja fiskeperker konum.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 14/4/08 20:41

Leiðinlegt að ég skuli vera isperker.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 14/4/08 22:17

Sá þetta líka og fékk skelfilegan aulahroll... vinkona mín spurði hvaða tónlistarmaður þetta væri sem seldi sig svona dýrt, þetta værimeð dýrarri tónleikum sem hún hafi séð auglýsta í svona skeiniblaði.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 14/4/08 22:55

Ég get bara sagt að ég fæ stundum alveg hroðalegan aulahroll þegar að Íslendingar búsettir erlendis byrja að mæra fósturjörðina. Þorrablót erlendis eru einhverjar pínlegustu samkomur sem ég get farið á. Stundum, þegar ættjarðarslepjan ætlar allt um koll að keyra, langar mig að standa upp og öskra "því í andskotanum flytjið þið þá ekki á þetta nánasarsker aftur í staðinn fyrir að hírast hérna og grenja úr ykkur augun á fjórða glasti".
Íslendingar bestir/fallegastir/fróðastir o.s.frv.....

Ja svei.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 14/4/08 23:00

Nöldurseggir getið þið verið.

‹Strunsar uppí vél til köben›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 21/4/08 12:22

Mikið ósköp kannast ég við þetta. Bæði hjá íslendingum og svo líka hjá eiginlegu samlöndum minum. Hef reyndar heyrt, að það er þumalputtaregla í Köpis (finnsk stytting yfir Kööpenhamina) að ef einhver er fullur á almannafæri á miðjum degi, þá er hann annanhvort Íslendingur eða Finni. Ef hann er með plastpoka, þá er hann Íslendingur. Fullur og plastpokalaus er Finni.

Timburfleytarinn mikli.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 21/4/08 19:29

‹tekur andköf› Skyldi Gúnter vita að aðrir en Íslendingar kalli København Köben?

Þessi kenning um fullt fólk á almannafæri um hábjartan dag kemur síður en svo á óvart.

Það held ég nú!
LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: