— GESTAPÓ —
Hvernig líður þér þegar þú hlustar á...
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3, 4, 5  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Oddur frændi 19/4/08 02:40

Þennan kappa þekki ég og líkar mér afskaplega vel við hann. Þetta lag hef ég aldrei haldið upp á en það er annað af sömu plötu sem ég kann vel að meta. Það heitir Orpheus.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 19/4/08 02:44

Gaman að hitta á einhvern sem fílar þetta.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Oddur frændi 19/4/08 02:53

Fyrst við vorum að hefja nýja síðu þá langar mig að koma með eitt lag. Hvernig líst ykkur á þetta. http://www.youtube.com/watch?v=CDbLqpPqWG4

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 19/4/08 11:30

Líðanin var afslöppuð og róleg tilfinning um að þarna væri ég að hlusta á vandlega flutt, snoturt lag.
Gæði lagsins eru hins vegar ekki til að hrópa húrra yfir, ófrumleg og veik lagasmíð. 2 stjörnur

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 19/4/08 12:45

Sætt lítið lag, en ég var alltaf að bíða eftir að eitthvað gerðist.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 19/4/08 13:20

Lagið líður voða ljúft í gegn, en skilur ekki neitt eftir sig.

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 19/4/08 20:25

Þetta lag hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég heyrði það fyrst, sem ég man ekki lengur hvenær var, en það var fyrir löngu síðan. Mér líður eins og ég sé í miðju ævintýri þegar ég hlusta á það. Ég fæ reglulega gæsahúð allt í gegnum lagið alltaf þegar ég hlusta á það og fæ aldrei leið á því.

Ég hlusta oftast á lagið í þessari útgáfu núna.
http://www.youtube.com/watch?v=djTMUpMCmv4&feature=related

En þessa útgáfu þykir mér alltaf vænt um.
http://www.youtube.com/watch?v=aR1Ln-ctn5E

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 19/4/08 21:49

Nú erum við að rokka. ‹Ljómar upp› Nightwish er í allnokkru uppáhaldi og þessi útgáfa gladdi mig og görðið lífið nokkuð léttbært. En hin útgáfan kippti mér aftur um 10 ár til þess tíma er ég sá The Snowman fyrst. Þannig að þáþrá og jólaminningar þvældust fyrir mér þegar ég hlustaði. Nightwish fær 4 stjörnur og Kórdrengurinn 3.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 20/4/08 22:08

Ég fílaði David Sylvian, gaurinn sem Ívar kom með. Ég fílaði þann hljóðheim, þetta eitthvað sem ég get alveg séð fyrir mér að hlusta á í rólegheitunum heima hjá mér.

En þetta nýjasta sem þið bjóðið uppá er ekki gera sig. Þessi gotneska drungastemming er hundleiðinleg og lagið er fyrirsjáanlegt. Ég er tvisvar búinn að reyna að hlusta á það og sett upp hlutleysisgleraugun mín, en þetta lag er bara ekki að gera sig, ekki fyrir mig allavega. Það er samt ekkert lélegt endilega, bara leiðinlegt.

PS. Snjókallaútgáfan er betri.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 21/4/08 00:58

Snjókallinn er orginalinn. Þetta er hundgamalt lag sem oftar en ekki er tengt jólunum. Nightwish gerðu, að mér fannst, góða hluti með þetta lag. Metalskotin lög og metal almennt hefur sama sess og hver önnur tónlist fyrir mér. Ef lagið er gott (óháð stefnu) þá virkar það. Ef spilamennskan er góð (óháð stefnu) þá virkar það. Ef textinn er lélegur (óháð stefnu) þá virkar það yfirleitt fyrir mér því texti er í næstneðsta sæti hjá mér þegar kemur að því að meta lög.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 21/4/08 05:42

Hvað er í neðsta sæti hjá þér?

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 21/4/08 05:47

Ég verð hreinlega að viðurkenna að mér leiddist hálfpartinn, orginalinn var svosem ágætur en mér leið eins og ég væri að hlusta á frekar tilgerðarlegan flutning hjá Nightwish. Sorrí, bara minn smekkur.

En hvað segið þið um þetta: http://www.youtube.com/watch?v=08vGCJl79l4&feature=related

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 21/4/08 07:05

Mér hefur alltaf þótt Neil Young óskaplega leiðinlegur, hann er góður hljómlistarmaður en manni langar alltaf í Gin úr pappamáli, slökkva ljósin og kveikja á svörtum kertum og opna nýjan pakka af rakvélablöðum þegar maður heyrir hann syngja.
Þetta lag er betra í fluttningi Nick Cave...

En það er bara mín skoðun ég gæti haft rangt fyrir mér.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 21/4/08 08:28

Rattati mælti:

Hvað er í neðsta sæti hjá þér?

Textaframburður.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 21/4/08 08:36

Þegar ég hlusta á Neil Young syngja um hjálparleysið þá bara dæsi ég og hugsa um allt of margt.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 21/4/08 17:28

Þið virðist hafa mjög næmt auga fyrir þeirri tónlist sem mér finnst leiðinleg. Lagið er tilþrifalítið, röddin í honum finnst mér leiðinleg og bakraddirnar eru pirrandi. Annars er ég farinn að finna fyrir ólýsanlegri þörf til að lífga aðeins uppá þetta, en það er því miður ekki alveg kominn tími á að skipta á nýtt lag...

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 21/4/08 18:33

Þetta olli bráðaofnæmi. Nú þegar ég er farin að geta andað aftur og hef náð meðvitund, get ég upplýst að ég mun helst ekki hlusta á Nilla aftur sjálfviljug. Mér sem sagt leið hræðilega og gat ekki hlustað til enda.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 21/4/08 19:15

Skiptum yfir á eitthvað hressara: http://www.youtube.com/watch?v=zMjmxF58wFc

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: