— GESTAPÓ —
Hvernig líður þér þegar þú hlustar á...
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
     1, 2, 3, 4, 5  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 13/4/08 20:55

http://www.youtube.com/watch?v=hHybxGEcbZY

Perfect day með Hoku...

Nýr tónlistar leikur. Nýtt lag á hverri blaðsíðu og gestapóar segja frá tilfiningum sínum þegar þeir hlusta á lagið. Einnig hvað þeim finnst um eftirfarandi lag. Ég byrja kannski með full stelpulegu lagi.

En mér finnst eins og allar áhyggjur heimsins hverfi þegar ég hlusta á þetta ágæta lag.

(það verður að fylgja linkur þar sem hægt er að hlusta á lagið)

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 13/4/08 21:04

Ég fyllist merkilegri blöndu af aulahrolli, uppsölulöngun og nístandi ótta.

‹Drífur sig að finna móteitur eftir Tom Waits›

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 13/4/08 21:29

Blöndu af aulahrolli og gleði

Hvað með þetta?
http://www.youtube.com/watch?v=JKKNBUMy0II

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 13/4/08 21:43

Mér finnst lagið, sem Aulinn býður okkur að hlusta á svo sem allt í lagi. Það höfðar örugglega til unglingsstúlkna og þaðan af yngri. Ég myndi þó aldrei fjárfesta í plötu með þessari söngkonu og það er langur vegur frá þessu Perfect Day lagi til samnenfnds lags með Lou Reed.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 13/4/08 22:22

Ég get ekki annað sagt en að þú sért að hálfeyðileggja góða hugmynd að þræði með fyrsta innlegginu. Þetta er klysjukennt og týpískt amerískt píkupopp fyrir stelpur sem nenna ekki að pæla í tónlist og ákveða frekar að láta mata sig af verksmiðjuframleiddu sykurpoppi. Það er ekki einu sinni hægt að dansa við þetta.

Voða krúttlegt samt alltsaman.

Viðbót: Myndbandið hans Grágríms er yndislegt.
PS. Myndband fyrir indíkrúttin (pínu gallað samt...) - Hér Betra....

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 13/4/08 22:25

Ég fylltist einhverskonar óskilgreindri vanlíðan við að horfa á þetta myndband. Kvíðahnútur stækkaði í maga mér og hendurnar urðu þvalar. Ég hætti að horfa og þá lagaðist ástandið nokkuð en samt gat ég ekki hlustað nema inni í rúmlega hálft lag. Þetta þykir mér ekki góð né skemmtileg tónlist.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 13/4/08 22:31

Mér lá við uppsölum að hlusta á þessa stelpusveit!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 13/4/08 22:34

Oss tókst með naumindum að forðast að ‹Hrökklast illilega afturábak og hrasa við›. Lou Reed er margfalt betri.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kondensatorinn 13/4/08 23:02

Gafst upp eftir hálft lag.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 13/4/08 23:24

Má ekki bara koma með næsta lag strax eða neyðumst við til þess að eyða heilli blaðsíðu í það að drulla yfir þetta lag?

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 13/4/08 23:30

Mér líður eins og ég þurfi að fara í Kringluna og kaupa mér eitthvað bleikt.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 13/4/08 23:33

Ég fæ bara einhvern undarlegan fiðring í kringum „my special area“.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 13/4/08 23:36

Don De Vito mælti:

Má ekki bara koma með næsta lag strax eða neyðumst við til þess að eyða heilli blaðsíðu í það að drulla yfir þetta lag?

Þegiðu druslan þín. Það er allt í lagi að bera skoðanir sínar en í enn betra lagi að bera virðingar fyrir smekk annara. Mér er alveg sama hvað þér finnst.

Hættu svo að rembast við að vera svona menningalegur í sambandi við tónlist. Þú drullar bara á þig með því.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 13/4/08 23:41

Ég varð pínulítið dofinn í smástund, eftir það var þetta æðislegt. Mjög gott lag og ég er alveg að fíla textann. Þetta lag er einnig orðið hringitónn hjá mér ‹Ljómar upp› Mig langar að þakka Aulanum fyrir að velja þetta lag. Og gott ef ég fann ekki eitthvað svipað og Dinesen...

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 13/4/08 23:44

albin mælti:

Ég varð pínulítið dofinn í smástund, eftir það var þetta æðislegt. Mjög gott lag og ég er alveg að fíla textann. Þetta lag er einnig orðið hringitónn hjá mér ‹Ljómar upp› Mig langar að þakka Aulanum fyrir að velja þetta lag. Og gott ef ég fann ekki eitthvað svipað og Dinesen...

‹grunar albin um að vera orðin ofurölvi eða komin á LSD› Ég fékk bara svona þið vitið, ljóshærða tilfinningu.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 13/4/08 23:58

Aulinn mælti:

Það er allt í lagi að bera skoðanir sínar en í enn betra lagi að bera virðingar fyrir smekk annara. Mér er alveg sama hvað þér finnst.

Skemmtilegt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 14/4/08 00:35

Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að hlusta á þetta lag eftir útreiðina sem það fær hér. Næsta innlegg verður það síðasta á þessari síðu svo það styttist í næsta lag.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 14/4/08 00:37

Söngkonan er sæt en þetta er viðbjóðslegt lag.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: