— GESTAPÓ —
Hvað gerir lífið dásamlegt akkúrat núna?
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3 ... , 31, 32, 33  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 12/10/11 15:36

Dagurinn í dag er frábær útaf því að það er ekki snjór og ekki frost, klukkan er að ganga fjögur og þá fæ ég brátt að fara heim í Höllina mína og njóta alls þess sem lífið hefur uppá að bjóða, kyrrð og rólegheit í sófanum með hlýtt og gott teppi ofaná mér í þægilegu innifötunum mínum og ég veit ekki hvað og hvað.‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

Lífið er æði gæði.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Garbo 12/10/11 21:44

‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

sígræn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Villimey Kalebsdóttir 14/10/11 00:59

Ég væri alveg til í snjó. Þá er kósí aðeins meira kósí. ‹dreymir um snjó og kósíheit.›

‹dreymir um jól›

Veiru og sýklavopnasérfræðingur Baggalútíu - Frilla Konungs - Líffræðikennari í Barnaskóla Baggalútíu - Kóbaltblá - Jólabarn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 14/10/11 11:35

Ég er ekki dauður enn.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 14/10/11 11:36

Að Huxi sé ekki dauður enn.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 14/10/11 11:39

Regína mælti:

Að Huxi sé ekki dauður enn.

Að Regínu finnist það bæta tilveruna að ég sé ekki dauður enn.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Að vorið sé að koma og kærleikurinn sem er fylgifiskurinn sem fer í fótaförum sólarinnar

Áfengi er skaðlegt eiturlyf sem brýtur menn niður bæði andlega líkamlega og félagslega • Það breytir persónuleikanum og deyfir siðferðisvitundina. Það er einnig nærandi og styrkjadi , gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna .
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 15/10/11 19:35

Að GEH er ennþá í lífi, ég er nýbúinn að vera í sánu og litli drengurinn minn er sofnaður.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 18/10/11 03:53

Að ég er að fara að flytja til Íslands mjög fljótlega. Eiginlega allt of fljótlega. ‹Stekkur hæð sína›

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 18/10/11 11:37

Þú gerir lífið dásamlegt !

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 18/10/11 12:18

Ég fékk í afmælisgjöf ljóssleiðaratengingu fyrir síma, tölvu og sjónvarp.
‹Ljómar upp í bjarmanum frá endanum á ljósleiðararörinu›
Svo er það einnig afar ánægjulegt að sjá að Grágrímur hefur fengið náðun og þarf ekki að vera lengur í útlegð. ‹Verður óvenjulega mikið huxi› En varla hefur hann fengið náðun vegna góðrar hegðunar...?‹›

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 18/10/11 13:33

Stanslausar beinar útsendingar frá Bermuda Bowl.‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 18/10/11 13:47

Huxi mælti:

Ég fékk í afmælisgjöf ljóssleiðaratengingu fyrir síma, tölvu og sjónvarp.
‹Ljómar upp í bjarmanum frá endanum á ljósleiðararörinu›
Svo er það einnig afar ánægjulegt að sjá að Grágrímur hefur fengið náðun og þarf ekki að vera lengur í útlegð. ‹Verður óvenjulega mikið huxi› En varla hefur hann fengið náðun vegna góðrar hegðunar...?‹›

Fékk hann ekki náðun vegna góðrar huxunar?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 18/10/11 14:18

Huxi mælti:

Ég fékk í afmælisgjöf ljóssleiðaratengingu fyrir síma, tölvu og sjónvarp.
‹Ljómar upp í bjarmanum frá endanum á ljósleiðararörinu›
Svo er það einnig afar ánægjulegt að sjá að Grágrímur hefur fengið náðun og þarf ekki að vera lengur í útlegð. ‹Verður óvenjulega mikið huxi› En varla hefur hann fengið náðun vegna góðrar hegðunar...?‹›

Þeir ákváðu að það væri nóg að ösnum hérna og sá tækifæri til að fækka um einn.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Madam Escoffier 23/10/11 01:13

Að verkja töflurnar eru farnar að virka. ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 23/10/11 22:16

Það að Útvarpsstjóri skuli hafa gert sér ferð til manchesterborgar til þess að sjá uppáhaldsapakettina sína bíða stærsta ósigur á heimavelli í 56 ár.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 23/10/11 22:26

Kargur mælti:

Það að Útvarpsstjóri skuli hafa gert sér ferð til manchesterborgar til þess að sjá uppáhaldsapakettina sína bíða stærsta ósigur á heimavelli í 56 ár.

Það er ekki nóg að setja læk á það, heldur verður að setja heilt fljót á það! ‹Ljómar upp›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 23/10/11 22:55

Kargur mælti:

Það að Útvarpsstjóri skuli hafa gert sér ferð til manchesterborgar til þess að sjá uppáhaldsapakettina sína bíða stærsta ósigur á heimavelli í 56 ár.

Verður ekki sett nálgunarbann á Útvarpsstjóra þar ytra eftir þessar hrakfarir?

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
        1, 2, 3 ... , 31, 32, 33  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: