— GESTAPÓ —
Hvað pirrar þig?
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3 ... 41, 42, 43 ... 56, 57, 58  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skoffín 13/11/09 14:02

Já Andþór, þær skija ekki að við erum manneskjur! ‹Lagfærir sundhettuna›

Jólaköttur Baggalútíu ~ Yfirrannsóknardómari ~ Skírlífisbrjótur~ Ofstopaköttur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 13/11/09 15:01

Það pirrar mig að geta ekki hitt vini mína á íslandi akkúrat NÚNA!

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

svefnleysi pirrar mig.

En hún snýst nú samt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 14/11/09 11:33

Uppkastið að ritgerð sem ég er að reyna að hnoða saman en átti að skila í gær. ‹Fær sér meira kaffi›

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 14/11/09 11:46

Fólk sem stoppar á grænu ljósi til að hleypa einhverjum vitleysingum yfir götuna.

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 27/11/09 12:40

Umræðan á falsmiðlum gagnvarpsins pirrar mig ósegjanlega.

Þetta er oftast lítið annað en hjarðkennd bölmóðsmúgsefjun þar sem ein (afskaplega neikvæð) lína er rétt, og skitið er yfir alla þá sem fylgja henni ekki.

Þegar brugðið er út af þessari reglu er það síðan oftast gert með þeim hætti að fólk skiptist í tvær mjög svo hatrammlega andstæðar fylkingar, þar sem ekkert rúm er fyrir gagnkvæm skoðanaskipti þar sem öndvegum sjónarmiðum er sýnd svo mikið sem hin allra minnsta virðing.

Langflestar opinberar persónur þykja svo gott sem réttdræpar, og þeim gerðar upp hinar annarlegustu hvatir. Traustið er minna en núll.

Að vissu leyti er skiljanlegt að atburðir undanfarins rúms árs hafi grafið verulega undan trausti almennings á stofnunum og fyrirtækjum, en fyrr má nú rota en dauðrota.

Það eina sem maður getur er víst að vona að þetta gangi yfir, og einhvern tímann komist á ögn meira jafnvægi. Það hefst ekkert með þessu rausi til lengri tíma.

Já, og svo er líklegast ráð að forðast falsmiðlana eftir fremsta megni.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 27/11/09 12:44

Besta ráðið Þarfi minn... hunsa þessa umræðu... ég er búinn að setja ip tölu Blog.is á block hjá mér. Ég var orðinn viss um að öll neikvæða umræðan, skítkastið og heimskan myndi umbreytast í skæðan tölvuvírus og rústa tölvunni minni...

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 27/11/09 13:42

Þegar ég les kommentaþræðina á Eyjunni líður mér stundum eins og á geðveikraspítala.

Uppfært: Nei, þetta var e.t.v. ekki nógu vel orðað hjá mér. Fyrir utan það að lítillækka geðveika með því að líkja þeim við hálfvitana á Eyjunni minna þræðirnir meira á eitthvað trunt trunt í (net)tröllunum.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 27/11/09 13:57

Hér á Gestapó er auðvitað langbest að vera. Veit ekki hvað maður myndi gera án þess. ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 27/11/09 14:07

Það sama og Þarfagreinir lýsir pirrar oss stundum líka - þá kannski sjerstaklega það að þegar einhver kemur með alvöru rök fyrir að eitthvað sje e.t.v. ekki alveg jafn slæmt og 'múgurinn' segir verður allt vitlaust eins og bannað sje að halda öðru fram en að allt (í bókstaflegri merkingu þess orðs) sje í kaldakoli ‹Íhugar að gera það sama og Grágrímur en hættir við því það myndi líka blokkera nokkur áhugaverð blogg á borð við blogg 'veðurnördanna' o.fl. Íhugar hvort/hvernig sje hægt að blokkera komment frá Eyjunni›.

Í augnablikinu pirrar það oss hinsvegar einna mest að vera eigi komnir í helgafrí. Það vandamál leysist sem betur fer bráðum.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 27/11/09 22:11

Það pirrar mig óstjórnlega að tengdamóðir mín ku vera væntanleg á Kargsbúið á Þorláksmessu. ‹sótbölvast›

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 27/11/09 23:14

Kargur mælti:

Það pirrar mig óstjórnlega að tengdamóðir mín ku vera væntanleg á Kargsbúið á Þorláksmessu. ‹sótbölvast›

Geturðu ekki svælt hana út með skötu?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 28/11/09 01:34

hvurslags mælti:

Kargur mælti:

Það pirrar mig óstjórnlega að tengdamóðir mín ku vera væntanleg á Kargsbúið á Þorláksmessu. ‹sótbölvast›

Geturðu ekki svælt hana út með skötu?

Þakkaðu fyrir að eiga bara eina. Andþór greyið á þrjár, og ég tvær.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 28/11/09 01:36

Ég á enga... hvar fær maður svoleiss?

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 28/11/09 01:37

Grágrímur mælti:

Ég á enga... hvar fær maður svoleiss?

Til að eignast slíka þarftu að skemma hið fullkomna samband þitt við konur. Þ.e. þú þarft actually að tala við þær.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 28/11/09 07:19

.. að vakna eldsnemma þegar ég þarf að sofa út.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 28/11/09 14:47

Að sofa út þegar ég þarf að vakna eldsnemma.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 28/11/09 15:38

Tigra mælti:

Grágrímur mælti:

Ég á enga... hvar fær maður svoleiss?

Til að eignast slíka þarftu að skemma hið fullkomna samband þitt við konur. Þ.e. þú þarft actually að tala við þær.

‹Fær deja vu›

Svipuð umræða hefur komið upp áður á þessum vettvangi.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
        1, 2, 3 ... 41, 42, 43 ... 56, 57, 58  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: