— GESTAPÓ —
Ótrúlegt
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 26/3/08 22:10

Ég á ekki til orð. Íslenska landsliðið vann áðan. Reyndar þýðingarlausan leik, en leik öngvu að síður.
Sóknarleikur liðsins orðinn slíkur að meira að segja Liverpoolmaðurinn Skrtl fékk ekki við strákana okkar ráðið.
Eftirtektarvert að Eiður Smári kemur vel undan vetri, greinilega nóg beit á bekknum hjá Barcelona.
Húrra fyrir strákunum.

Það held ég nú!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 26/3/08 22:12

Knattspyrna? Á Gestapó?

Nei takk, ég er farinn áður en ég fransós eða eithvað verra af þessum boltaleikjum.

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 26/3/08 22:15

Á ekki að ræða áhuga á sveittum hálfnöktum karlmönnum eltandi leður sem fara svo saman í sturtu á eftir einhversstaðar annarsstaðar en þar sem börn og aðrir sakleysingjar gætu verið á ferli?

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 26/3/08 22:43

Ég held það sé nú í lagi að ræða svona á Gestapó. Knattspyrna hefur eingöngu einu sinni ollið stríðsátökum svo skjalfest sé, það var á milli einhverra bananalýðvelda í suður ameríku hverra nöfn eru mér hulin akkúrat núna. Hinsvegar hafa stríðsátök brotist oftar út á síðum Gestapó svo ég held að það sé nú í lagi að ræða þessi mál.

Leikurinn já... sá hann reyndar ekki.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 26/3/08 22:51

‹Hefur vígbúnaðarkapphlaup Sameinaðs Herafla Antísportista (SHA) - sem eðli málsins samkvæmt er ekki mjög árangursríkt ›

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Garbo 26/3/08 22:58

Ég horfði stundum á fótbolta í gamla daga og hélt þá með Arsenal. Þá voru kallar eins og Pat Jennings, David O' Leary og einhverjir sem ég man ekki engur hvað heita upp á sitt besta. Núna, ef ég slysast til að sjá fótboltaleik, horfi ég bara á lærin á þeim.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 26/3/08 23:12

Ahhh, Pat Jennings, minn uppáhaldsmarkvörður. Það eina sem að ég átti í vandræðum með að samþykkja með hann var að hann skyldi spila fyrir Arsenal. Hann er golfkennari í dag, ætti að skella mér á námskeið.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 26/3/08 23:21

Það er aðeins eitt gáfulegt við knattspyrnu, og það er George Best !

Leggja skóna á hilluna til að geta drukkið, er aðdáunarvert !

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 26/3/08 23:24

Hvæsi mælti:

Það er aðeins eitt gáfulegt við knattspyrnu, og það er George Best !

Leggja skóna á hilluna til að geta drukkið, er aðdáunarvert !

Ertu þá Hemma Gunn aðdáandi?

Það held ég nú!
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 26/3/08 23:28

Nei, hann kann jú að djamma og djúsa en knattspyrnu hef ég aldrei nennt að fylgjast með.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 26/3/08 23:34

Hemmi Gunn
Bjarni Fel
Rúnni Júl
Albert Guðmundsson

Voru einhverjir betri?

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 26/3/08 23:37

Nermal mælti:

Hemmi Gunn
Bjarni Fel
Rúnni Júl
Albert Guðmundsson

Voru einhverjir betri?

Já...

Hvæsi Bsti !

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 26/3/08 23:50

Var leikur? Og ég vissi ekki af því?
Er það ótrúlegt? Nei, ég veit aldrei af því ef það er leikur. Eins gott líka.

‹Gengur í SHA og hjálpar Günther við vígbúnaðarkapphlaupið. Sem gengur illa, enda kann súg ekkert annað en að malla kakó›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 27/3/08 00:55

Er virkilega ætlast til að vjer trúum því að það leynist ósannindi í texta háttvirtrar ritstjórnar ? Að „jafnvel þó við getum ekki neitt“ sje bara vitleysa og grín ?! ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sjer›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 27/3/08 00:57

‹Sest ofan á SHA og kremur það›
Áfram Arsenal, Holland og Sindri Hornafirði!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 27/3/08 08:26

Kargur mælti:

Ég á ekki til orð. Íslenska landsliðið vann áðan. Reyndar þýðingarlausan leik, en leik öngvu að síður.
Sóknarleikur liðsins orðinn slíkur að meira að segja Liverpoolmaðurinn Skrtl fékk ekki við strákana okkar ráðið.
Eftirtektarvert að Eiður Smári kemur vel undan vetri, greinilega nóg beit á bekknum hjá Barcelona.
Húrra fyrir strákunum.

Ég bjóst nú alveg eins við sigri eftir að eini leikmaður Slóvaka sem ég kannaðist við hefur helst unnið sér það til frægðar að láta Wes Brown, þann annars ágæta varnarmann, skora hjá sér. Reyndar sá ég ekki leikinn, þar sem við völd á stöð 2 sport ‹fær hroll› eru bévítans drullusokkar sem heimta að maður borgi þeim fyrir að sjá leiki íslenska landsliðsins.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 27/3/08 09:28

Rattati mælti:

Ahhh, Pat Jennings, minn uppáhaldsmarkvörður. Það eina sem að ég átti í vandræðum með að samþykkja með hann var að hann skyldi spila fyrir Arsenal. Hann er golfkennari í dag, ætti að skella mér á námskeið.

Þá var nú Grobbelaar skemmtilegri. Hann var skemmtikraftur. Spilaði að vísu fyrir Liverpool, en enginn er fullkominn.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 27/3/08 09:32

Útvarpsstjóri mælti:

Kargur mælti:

Ég á ekki til orð. Íslenska landsliðið vann áðan. Reyndar þýðingarlausan leik, en leik öngvu að síður.
Sóknarleikur liðsins orðinn slíkur að meira að segja Liverpoolmaðurinn Skrtl fékk ekki við strákana okkar ráðið.
Eftirtektarvert að Eiður Smári kemur vel undan vetri, greinilega nóg beit á bekknum hjá Barcelona.
Húrra fyrir strákunum.

Ég bjóst nú alveg eins við sigri eftir að eini leikmaður Slóvaka sem ég kannaðist við hefur helst unnið sér það til frægðar að láta Wes Brown, þann annars ágæta varnarmann, skora hjá sér. Reyndar sá ég ekki leikinn, þar sem við völd á stöð 2 sport ‹fær hroll› eru bévítans drullusokkar sem heimta að maður borgi þeim fyrir að sjá leiki íslenska landsliðsins.

Þetta ætti að varða við lög. Ég er búinn að heita því að borga ekki af þessari okurstöð. Frekar horfi ég á nútímafimleika á RÚV. Og skrepp einu sinni til tvisvar á vetri til Englands á leik.
Annars skilst mér að titturinn frá Akureyri, Aron Einar, hafi ásamt hliðverðinum Kjartani verið besti maður Íslands.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
LOKAÐ
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: