— GESTAPÓ —
Vitnað í alþýðukveðskap nútímans.
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 12/3/08 23:55

Í dag var ég að ræða um dægurlagatextagerð við fjölfróða manneskju og hún sagði mér að það væru svona einstaka textabrot, línur og hendingar sem henni fyndust eftirminnilegri en aðrar, Tók hún sem dæmi
"brauðmolum hendum í hausinn á öndum,
sem hjálmlausum fellur það þungt"

Þetta þótti henni sniðugur samsetningur. Því datt mér í hug hvort fleiri Bagglýtingar hefðu svona textabrot á takteinum, sem er þeim minnistæð fyrir einhverra hluta sakir, t.d. vegna þess hversu fyndnir, vel ortir, hallæris- eða klúðurslega er samið.

Ég hef t.d. ávallt haft mætur á þessari setningu.
austur á fjörðum þeim þykir Makarena
vera fyrirtaks skemmtun í hópi góðra vena

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 13/3/08 00:03

„Við minnumst Ingólfs Arnarssonar í veislum
En óskum þess að skipið hann það hafi sokkið“

Svo oft hefur Megas haft rétt fyrir sér en sjaldan eins mikið og þarna

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 13/3/08 00:19

Stundum skila ég kveðju til þeirra sem viðkomandi heldur að vilji muna eftir mér. Það er einnig frá Megasi:

Samanber:
♪Heilsaðu öllum heima,
sem helduru að vilji muna eftir mér.
Barnatrúnni er vísast búinn að gleyma,
en það bíður jú hver loks eftir sjálfum sér.♪

En það væri jú hægt að hafa heilan þráð bara um Megas og texta hans.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 13/3/08 00:30

Kvæði:

Ég er fráskilin að vestan og til í hvað sem er / nema bjóða þér stað í hjarta mér

Fellur væntanlega í hallærislega flokkinn. Getur annars einhver nefnt manneskjuna sem setti saman þessar línur? (Ég hef ekki hugmynd.)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 13/3/08 00:38

Mér dettur stundum í hug þessi staka eftir að ég flutti frá íslandi.

Þar sem enginn þekkir mann.
Þar er gott að vera
því allann er þar andskotann
af sér hægt að gera.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 13/3/08 00:42

Galdrameistarinn mælti:

Mér dettur stundum í hug þessi staka eftir að ég flutti frá íslandi.

Þar sem enginn þekkir mann.
Þar er gott að vera
því allann er þar andskotann
af sér hægt að gera.

Já, hér get ég samsinnt!

Önnur úr svipuðu sauðahúsi, en með miklu flottari ættartölu, frá Jónasi (veit reyndar ekki hver orti fyrri vísuna, getur einhver upplýst um það?):
Lifðu sæl við glaum og glys
gangi þér allt í haginn.
Í öngum mínum erlendis
yrki ég skemmsta daginn.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 13/3/08 00:45

Günther Zimmermann mælti:

Önnur úr svipuðu sauðahúsi, en með miklu flottari ættartölu, frá Jónasi (veit reyndar ekki hver orti fyrri vísuna, getur einhver upplýst um það?):

Ekki veit ég það, en það var einhver sem ekki veit að allur er með einu n-i í þolfalli. Eru þá vonandi einhverjir útilokaðir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 13/3/08 00:49

Günther Zimmermann mælti:

Galdrameistarinn mælti:

Mér dettur stundum í hug þessi staka eftir að ég flutti frá íslandi.

Þar sem enginn þekkir mann.
Þar er gott að vera
því allann er þar andskotann
af sér hægt að gera.

Já, hér get ég samsinnt!

Önnur úr svipuðu sauðahúsi, en með miklu flottari ættartölu, frá Jónasi (veit reyndar ekki hver orti fyrri vísuna, getur einhver upplýst um það?):
Lifðu sæl við glaum og glys
gangi þér allt í haginn.
Í öngum mínum erlendis
yrki ég skemmsta daginn.

Minnir að ég hafi séð þetta áður.
Getur verið að þetta sé eftir Laxnes frá fyrstu árum hans í Höfn?
‹Starir þegjandi út í loftið›

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 13/3/08 00:50

Svona svona. Af hverju skrifa eitt enn þegar tvö eru í boði?

Reyndar lærði ég vísuna svona:

Þar sem enginn þekkir mann
þar er gott að vera
því að allan andskotann
er þar hægt að gera.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 13/3/08 00:58

Günther Zimmermann mælti:

Svona svona. Af hverju skrifa eitt enn þegar tvö eru í boði?

Reyndar lærði ég vísuna svona:

Þar sem enginn þekkir mann
þar er gott að vera
því að allan andskotann
er þar hægt að gera.

Misjafnt hvernig þetta lærist eftir landshornum.
En hins vegar var það afi heitinn sem kenndi mér vísuna, hann fæddur 1908 og nafnið er Jón Daníelsson bóndi í Hvallátrum í Breiðafirði.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 13/3/08 01:10

Galdrameistarinn mælti:

Günther Zimmermann mælti:

Svona svona. Af hverju skrifa eitt enn þegar tvö eru í boði?

Reyndar lærði ég vísuna svona:

Þar sem enginn þekkir mann
þar er gott að vera
því að allan andskotann
er þar hægt að gera.

Misjafnt hvernig þetta lærist eftir landshornum.
En hins vegar var það afi heitinn sem kenndi mér vísuna, hann fæddur 1908 og nafnið er Jón Daníelsson bóndi í Hvallátrum í Breiðafirði.

Já, það er allur gangur á því hvernig þetta veltist og snýst. Reyndar lærði ég þessa vísu merkilegt nokk í tvennu lagi, fyrri partinn af upptöku sem geymd er í Árnasafni (partur hennar kom á geisladisk með undirleik Sigurðar Flosasonar og orgelleikarans sem ég man ekki hvað heitir) en seinni partinn fékk ég uppúr vini mínum úr Flóanum.

Hins vegar er merkilegt (og íslenzkan er einstök að þessu leyti) hvað stuðlarnir (og rímið vitaskuld líka, en það er ekki séríslenzkt) halda vísunum vel í réttum skorðum. Eins og sést á því að báðir botnarnir eru efnislega eins. Jón Helgason prófessor kom með ágæta samlíkingu, kirkja heilags Ólafs í Noregi er ekki mjög lík sinni upprunalegu mynd (upphaflega er hún jú frá þar síðustu árþúsundamótum) en dróttkvæði sem einhver Íslendingurinn (man ekki nöfn) orti til konungs stendur enn óhaggað eins og það hafi verið ort í gær.
Jón hafði þetta eftir eftir þessa frásögn:
Snjalla ríman stuðlasterk,
stendur alla daga.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 13/3/08 01:21

Günther Zimmermann mælti:

Galdrameistarinn mælti:

Günther Zimmermann mælti:

Svona svona. Af hverju skrifa eitt enn þegar tvö eru í boði?

Reyndar lærði ég vísuna svona:

Þar sem enginn þekkir mann
þar er gott að vera
því að allan andskotann
er þar hægt að gera.

Misjafnt hvernig þetta lærist eftir landshornum.
En hins vegar var það afi heitinn sem kenndi mér vísuna, hann fæddur 1908 og nafnið er Jón Daníelsson bóndi í Hvallátrum í Breiðafirði.

Já, það er allur gangur á því hvernig þetta veltist og snýst. Reyndar lærði ég þessa vísu merkilegt nokk í tvennu lagi, fyrri partinn af upptöku sem geymd er í Árnasafni (partur hennar kom á geisladisk með undirleik Sigurðar Flosasonar og orgelleikarans sem ég man ekki hvað heitir) en seinni partinn fékk ég uppúr vini mínum úr Flóanum.

Hins vegar er merkilegt (og íslenzkan er einstök að þessu leyti) hvað stuðlarnir (og rímið vitaskuld líka, en það er ekki séríslenzkt) halda vísunum vel í réttum skorðum. Eins og sést á því að báðir botnarnir eru efnislega eins. Jón Helgason prófessor kom með ágæta samlíkingu, kirkja heilags Ólafs í Noregi er ekki mjög lík sinni upprunalegu mynd (upphaflega er hún jú frá þar síðustu árþúsundamótum) en dróttkvæði sem einhver Íslendingurinn (man ekki nöfn) orti til konungs stendur enn óhaggað eins og það hafi verið ort í gær.
Jón hafði þetta eftir eftir þessa frásögn:
Snjalla ríman stuðlasterk,
stendur alla daga.

Það er eiginlega ómögulegt fyrir mig að etja kappi í kveðskap eða reyna að leita hins rétta uppruna kvæða og ljóða sem ég hef lært því ég kann ekkert á stuðla og höfuðstafi þó ég hafi barið höfði við dyrastafi árum saman þá er mér ómögulegt að koma þessu inn í hausinn á mér.
Ég veit bara að það sem ég hef haft hér fram að færa er komið úr bókum eða barið með harræði inn í hausinn á mér.
Hvaðan þau síðan eru raunverulega upprunnin veit ég almennt ekki.
Vona að þið virðið það við mig.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 13/3/08 02:17

Eitt afskaplega hjákátlegt textabrot er svona:

Það er niðadimm nótt,
Nístingskuldi, úti er kalt.

Það var Eiríkur Hauksson sem söng þetta í laginu SEKUR með START. Frábær tvítekning.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Amelia 13/3/08 10:20

Þetta er með mínum uppáhalds:

Kvæði:

Dagur að rísa upp
með líkamsyl og birtu,
því undan sæng er risin
þjóð á blárri skyrtu.

(Skrifað eftir lélegu minni)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 13/3/08 12:13

Amelia mælti:

Þetta er með mínum uppáhalds:

Kvæði:

Dagur að rísa upp
með líkamsyl og birtu,
því undan sæng er risin
þjóð á blárri skyrtu.

(Skrifað eftir lélegu minni)

Mig minnir að næst komi

Kvæði:

Upp rísa dimmblá augu skær
Út'er allt sem grær

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/3/08 22:20

Fyrir margt löngu gaf ég japönskum vini „Sumar á Sýrlandi“ og þetta var eina lagið sem honum líkaði.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 13/3/08 22:54

Og Pétur með hattinn og parrukið greitt,
og pontuna svörtu og innrætið leitt,
settist þar hjá þeim og sagð' ekki neitt,,
en söng bæð' að aftan og framan.

Svona orti Jónas Friðrik fyrir Ríó tríóið árið 1972

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 23/9/08 14:26

Á ekki „ann 'ann 'enn' enn“ eftir Valgeir vel heima hér?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
     1, 2  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: