— GESTAPÓ —
Matador
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3, 4, 5  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 10/3/08 22:57

Hér skal danska sjónvarpsþáttaröðin Matador rædd.

Ég vil hefja umræðuna á einni kenningu sem mér datt í hug (en veit ekki hvort ég sé fyrstur/eini sem hefur fengið þessa flugu í höfuðuð, máské er þetta á allra vitorði). Efni hennar spillir fyrir þeim sem ekki hefur séð þættina, en vill gjarnan sjá þá óspjallaður af upplýsingum.

Söguþráðurinn finnst mér bera ögn keim af dýrabæ eftir George Orwell. Þá er Varnæs fjölskyldan í hlutverki illu mannanna, og Mads Andersen Skjern (sem jú fjarlægir hið almúalega Andersen um ca. miðja þáttaröð úr nafni sínu) er svínin, sem koma í bæinn, byrjar á því að steypa yfirstéttarveldinu (Damernes Magasin) með því að stofna Skjerns Magasin, þar sem allar konur, óháð stétt geta keypt sér fatnað. En síðan breytist Skjern. Hann fær æ fleiri einkenni yfirstéttarinnar, og í lok þáttaraðarinnar er hann orðinn alveg eins, og samþykktur í þeirra hópi.
Samlíkingin er gerð enn sterkari með því að Mads kvænist Ingeborg, dóttur g r í s a höndlararns Larsens.

Bodil Udsen lést 26. febrúar síðastliðinn. Hún var frábær leikkona og fór afar eftirminnilega með hlutverk Fru Murermester Jessen í Matador. Margir kannast við óborganlega setningu hennar: „Jeg har ikke lyst til kaffe, jeg t r æ n g e r !“

En, nú er orðið laust og ræða má hvað það sem tengist Matador, það sem hér hefur verið sagt eða eitthvað allt annað þáttunum tengt.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 10/3/08 23:51

Var þetta nú nauðsynlegt? ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 10/3/08 23:52

Æ, nú er aftur orðið leiðinlegt!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 10/3/08 23:54

Nú botna ég hvorki upp né niður. Hvernig getur „Matador“ og „leiðinlegt“ farið saman?

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 10/3/08 23:55

Bara á sama hátt og það hefir ætíð gjört.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 10/3/08 23:56

Nema þú sért að meina Matador í eftirfarandi skilningi:
‹Sér Karg koma akandi á drossíu sinni og leggja henni við hótelbyggingu Ívars í Austurstræti›

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 10/3/08 23:57

Þið eruð ekki með öllum mjalla.

‹Hristir parrukkið›

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 10/3/08 23:58

‹sér að Austurstræti Ívars er veðsett í botn›

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 10/3/08 23:58

‹sendir Gunnþór beina leið í steininn›

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 10/3/08 23:59

‹fær tvöþúsundkall fyrir að fara yfir byrjunarreitinn og kaupir víðimel›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 10/3/08 23:59

‹Notar „sleppur við fangelsi“ spjaldið sitt og setur maraþonsýningu á öllum 24 þáttum Matadors í gang á tugum risatjalda, með gríðarstórt hlóðkerfi stillt í botn.›

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 11/3/08 00:01

‹treður matador kassanum, öllum bílunum, húsunum, hótelunum og spilapeningunum upp í afturendann á Güntheri›

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 11/3/08 00:01

‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 11/3/08 00:03

Ágætt, þá efa ég að nokkur vilji spila á þetta sett framar.

En í hvaða þáttum (þeir voru tveir, af 24) sést spilið matador, spilað í Matador?

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 11/3/08 00:04

Er ekki kominn tími til að læsa þræðinum?

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 11/3/08 00:05

‹Mætir með nýtt sett›
Svona hvaða andskotans fýla er þetta, klárum spilið
‹Kaupir Flugfélag Íslands›

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 11/3/08 00:05

Öðru eins menningarleysi hef ég nú bara aldrei kynnst.
‹Brestur í óstöðvandi grát›

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 11/3/08 00:07

Günther Zimmermann mælti:

Öðru eins menningarleysi hef ég nú bara aldrei kynnst.
‹Brestur í óstöðvandi grát›

‹slær Gutta utanundir eins fast og hægt er› Svona !...Spilum !

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: