— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 26/2/08 02:03

Mér datt í hug að setja af stað lagakeppni hér á Gestapó. Hvernig líst fólki á þetta og hverjir myndu taka þátt?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 26/2/08 09:32

Hvurnig lagakeppni? Ef þú ert að spá í lög að hætti hins lága Alþingis þá er það lítið mál að taka þátt.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 26/2/08 09:34

Ég myndi taka þátt ef ég hefði snefil af tónlistarhæfileikum...

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Trefill 26/2/08 10:21

Ég tæki ekki þátt þó einhvarstaðar finndist snertur af mússík í mér, hvað þá eins og málum er háttað í dag.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 26/2/08 10:36

Ég skal taka þátt. Þarf nokkuð að syngja?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 26/2/08 11:04

Það sem um er að ræða er tónlistarkeppni. Það sem ég er að falast eftir hvort menn vilji semja lag sem yrði sent mér eða einhverjum öðrum sem sæi um þetta og myndi sá sem tæki þetta að sér birta síðan lögin án nafnd og síðan yrði kosið um það. Það er höfundum í sjálfsvald sett hvort lagið er leikið eða sungið og hvort í því sé texti eður ei.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 26/2/08 11:07

Ég skal taka þátt ef svona keppni verður haldin.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 26/2/08 11:15

Nenni ekki að taka þátt í svona húmbúkki.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hermundur Frotté 26/2/08 11:24

Galdrameistarinn mælti:

Nenni ekki að taka þátt í svona húmbúkki.

Það sem ég fíla við þig er hvað þú ert jákvæður

Hermundur Frotté • ógöfugmannlegur og ósnyrtimenni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 27/2/08 00:22

Huxi mælti:

Hvurnig lagakeppni? Ef þú ert að spá í lög að hætti hins lága Alþingis þá er það lítið mál að taka þátt.

Þú segir nokkuð?
Keyptir þú líka falsað kjörbréf niðri á Hlemmi?

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Óskar Wilde 27/2/08 00:25

Ég þoli það ekki hvað allar svona keppnir taka langan tíma. Er möguleiki að hafa þetta bara viðlaga keppni ?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 27/2/08 00:32

Huxi mælti:

Hvurnig lagakeppni? Ef þú ert að spá í lög að hætti hins lága Alþingis þá er það lítið mál að taka þátt.

Einnig gæti verið um að ræða jarðlög, jarðalög eða jafnvel öskulög úr Heklu. Þetta þyrfti að liggja skýrt fyrir áður en vjer förum að velta fyrir oss mögulegri þátttöku vorri eða jafnvel neikvæðum þátttökuleysisskorti vorum.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hermundur Frotté 27/2/08 00:37

Óskar Wilde mælti:

Ég þoli það ekki hvað allar svona keppnir taka langan tíma. Er möguleiki að hafa þetta bara viðlaga keppni ?

Ef mönnum gengur illa að syngja þau þá má alltaf veita hjálp í viðlögum
‹flissar að þessum annars ferlega lélega brandara›

Hermundur Frotté • ógöfugmannlegur og ósnyrtimenni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 27/2/08 01:45

Ég set saman reglur á morgun og þrusa hér inn. Og ef þið eruð óheppin þá verður félagsrit líka.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: