— GESTAPÓ —
Lélegar vísur fyrir tölvunörda og aðra nörda
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 26/1/08 18:32

Hér skal ort um nördaskap. Í vísunni sem fer hér á eftir læt ég q og k stulða af framburðarástæðum. Og þar sem um nördaþráð er að ræða er ekkert nauðsynlegt að yrkja dýrt eða vel bara að merkingin komist til skila í kveðskap. Reyna skal samt að fylgja helstu bragfræðireglum þó undantekningar séu leyfðar eins og ég geri hér.

Má ég biðja um bjórinn minn
sofna fram á borðið
vakna upp með qwerty á kinn
kannski er framorðið...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 26/1/08 19:00

Hver er ekki nörd?

Held ég sama hversu góð,
hana mun samt frysta.
Bara´ ef einhver hana hlóð,
henti´ inn Windows Vista.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
lappi 27/2/08 14:09

Byrjum allir braginn nú
brátt mun úti frysta
áðan sá ég kan á kú
köttinn bjórdós hrista.
-----------------------------------

lappi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hermundur Frotté 27/2/08 16:48

IP talan innri hér
iðra, vekur, klígju
Hún ei byrja má hjá mér
með einn og sex og níu

Hermundur Frotté • ógöfugmannlegur og ósnyrtimenni
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 27/2/08 16:55

Linuxinn svo ljúfur er
Ég get það svo svarið
Windows ruslið út ég ber
Enda illa varið

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: