— GESTAPÓ —
Undirskriftalisti á móti eyðingu Reynis og félaga.
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 7/1/08 19:57

Ívar Sívertsen mælti:

Eitt sem ég vil nefna varðandi téðan Reyni. Hann ritaði ummæli við annað félagsrit Galdrameistarans sem hann gróf upp úr bloggfærslu frá því í haust af bloggi sem Galdri heldur úti. Í því bloggi er ég nafngreindur og sá bútur sem gripinn er úr téðri bloggfærslu inniheldur akkúrat þann part. Mér er ekki sama um svoleiðis. Það sem gerir mig enn pirraðri yfir því er að sú bloggfærsla var þurrkuð út talsvert fyrir jól en þessi ummæli við félagsritið eru rituð þann 1. janúar 2008, hálfum mánuði eftir að færslunni var eytt.

Þessi Reynir hefur það greinilega að meginmarkmiði að særa fólk, birta raunheimanöfn og eyðileggja það skálkaskjól sem nafnleysi Gestapó er.

Ég veit raunheimanöfn all margra Gestapóa en mér kæmi það aldrei til hugar að birta þau hér. Ég hef grun um að hér sé á ferð einhver sem þekkir innviði Gestapó en um leið hefur horn í síðu Galdra. Ég hef einnig grun um að viðkomandi hafi komið á hittinga eða árshátíð. Enn fremur hef ég grun um að viðkomandi hafi tengsl við Galdra annars staðar frá.

Af hverju held ég að Reynir hafi komið á hitting eða árshátíð? Jú, við félagsrit mitt um pöddur í bjórnum nefnir hann vaxtarlag mitt. Hann segir að ég sé feitur og að ég ætti að halda mig frá bjórnum. Það er satt að ég er feitur. Þannig reikna ég út að hann þekki vel til á Gestapó.

Eftirfarandi ummæli voru hrakin

Tilvitnun:

Sé þetta sá sem mig grunar, þá er mér verulega brugðið og held ég að hann ætti að víkja héðan burt fyrir fullt og allt ásamt öðrum karakterum sem hann kann að hafa skapað í gegnum tíðina. Vissulega gæti ég nafngreint og tengt við karakter en ég vil það ekki til að forða viðkomandi frá frekari árásum.

Það er deginum ljósara að þessi aðili er veikur. Hann hefur þörf fyrir að særa aðra, níða aðra og láta öðrum líða illa. Mín skoðun er sú að hann verði að rökstyðja svona alvarlegan hlut. Reynir talar um sök Galdrameistarans. Hver er hún? Hefur hann gert eitthvað á þinn hlut Reynir? Fyrst þú veist hver Galdri er, hvað hann heitir og líklega hvernig þú nærð í hann... af hverju hringirðu ekki í hann og gerir út um málið, maður við mann?

Ég hef alltaf álitið Gestapó athvarf okkar til að eiga okkur hliðarlíf. Líf sem byggist að fáránleika, gleði og að vera sú útópía sem við getum leitað til þegar maður þarf að gleyma amstri dagsins. Reynir vill augljóslega svipta okkur þessari gleði, þessari útópíu.

Hvort hér sé kominn Reynir undir réttu nafni (Hef ekki neinn ákveðinn Reyni í huga) veit ég ekki en hann hefur vissulega valdið usla en ekki misklíð. Ég tek eftir því að þeir sem styðja hans málstað að fullu eru Gestapóar sem eiga sér stutta eða enga sögu. Við þessir gamalgrónu höfum hins vegar það heiðursmannasamkomulag að leiðarljósi að virða raunheimarétt hvers annars. Sjálfur hef ég valdið ákveðnum usla en aldrei þannig að ég hafi sært (ekki svo ég viti). Einhvern tíman sendi ég í einkapósti skilaboð um að ég hefði uppgötvað hverjir ákveðnir menn væru. Í kjölfarið fór einn í langt frí en annar fór í smá fýlu sem entist ekki lengi.

Reynir, hættu að níða fólk og særa og þá eru möguleikar til þess að þér verði fyrirgefið af einhverjum. Ef þú ætlar að halda áfram þessum árásum þínum þá skaltu drífa þig á Barnaland. Þar er hasarinn fyrir svona leiðindi.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 7/1/08 20:12

Þarfagreinir mælti:

Skabbi skrumari mælti:

Einhver var viss um að hér væri um gamlan Gestapóa að ræða... þá hlýtur það að vera einhver sem er heiftarlega fúll út í einhverja Gestapóa eða Gestapó í heild... mér dettur helst í hug herra Úlfamaður, en aðrir koma einnig upp í kollinn á mér...

Úlfamaðurinn er hvorki nógu illkvittinn né heill á geði til að geta skrifað svona. Ég gruna ákveðinn annan, en nenni ekki að vera að reifa það hér. Slíkar samsæriskenningar ýta bara undir úlfúð ef þær eru rangar.

Vjer bendum á þessi orð (sjer í lagi lokaorðin) og minnum á að fara gætilega í þessari umræðu. Varðandi það sem hjer hefur verið til umræðu hefur lengi verið ljóst að umræddur gestur þekkir Gestapósamfjelagið vel.

Vjer vonum satt að segja að þessu leiðindamáli fari að ljúka. Eitt er ljóst: Friðargæsluliðar þyrftu að geta hent út athugasemdum við fjelagsrit einmitt vegna svona tilvika. Þau hafa sem betur fer verið mjög sjaldgæf en þau koma samt upp.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 7/1/08 20:45

Ég hef nefnt það áður að sá sem skrifar félagsrit verði að geta hent út óviðeigandi ummælum en ritstjórn taldi það ekki gott. Það væri ágætt að setja þá einn friðargæsluliða félagsrita. Ég skal gjarnan taka það að mér.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 7/1/08 20:48

Það er góð lausn. Einnig kemur til greina að fleiri (allir ?) friðargæsluliðar geti gert þetta til að viðbrögð verði skjótari. Óvíst er þó að slíkt sje nauðsynlegt vegna þess hve þetta er sjaldgæft.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Salka 7/1/08 20:57

Það eru nú slatta mikil „völd“ friðargæsluliða, með fullri virðingu fyrir þeim og þeirra gjörðum.

Næturdrottning á vinstri væng Teningahallarinnar leggur til að (gulu) grænu aparnir verði límdir upp á fremstu síðu. - Alveg prýðileg Baggalýta, af lýti að vera -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/1/08 20:57

Þetta gerist svo sjaldan að ég held að það sé óþarfi að vera með firðargæsluliða í því að stroka út orðabelgi..

Aftur á móti ætti að stilla Gestapó þannig að einungis þeir sem hafa skrifað visst mörg innlegg [geti skrifað í orðabelgjum]... þannig geta menn ekki búið til egó sem notuð eru eingöngu til að skjóta niður skrif annarra... ég veit ekki nákvæmlega hvernig þetta virkar, en mig grunar að með því að hafa þetta þannig, þá getur ritstjórn rannsakað hvaða óbermi eru með skítkastið með því að skoða IP-tölur... ég efast um að þeir geti rakið hverjir eru að skrifa undir öðrum nöfnum í orðabelgjum og annars staðar...

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Salka 7/1/08 21:01

Skabbi skrumari mælti:

Þetta gerist svo sjaldan að ég held að það sé óþarfi að vera með firðargæsluliða í því að stroka út orðabelgi..

Aftur á móti ætti að stilla Gestapó þannig að einungis þeir sem hafa skrifað visst mörg innlegg... þannig geta menn ekki búið til egó sem notuð eru eingöngu til að skjóta niður skrif annarra... ég veit ekki nákvæmlega hvernig þetta virkar, en mig grunar að með því að hafa þetta þannig, þá getur ritstjórn rannsakað hvaða óbermi eru með skítkastið með því að skoða IP-tölur... ég efast um að þeir geti rakið hverjir eru að skrifa undir öðrum nöfnum í orðabelgjum og annars staðar...

Ef ég skil þig rétt þá ertu að tala um að nýliði geti ekki gert athugasemd, lof eða last um félagsrit nema hann hafi skrifað ákveðinn fjölda innleggja áður.
Ef svo er þá er ég innilega sammála.

Næturdrottning á vinstri væng Teningahallarinnar leggur til að (gulu) grænu aparnir verði límdir upp á fremstu síðu. - Alveg prýðileg Baggalýta, af lýti að vera -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/1/08 21:02

Nákvæmlega... ég er svo óskýr stundum...

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Salka 7/1/08 21:04

Skabbi skrumari mælti:

Nákvæmlega... ég er svo óskýr stundum...

Samt skildi ég þig rétt.... ‹Ljómar upp›

Næturdrottning á vinstri væng Teningahallarinnar leggur til að (gulu) grænu aparnir verði límdir upp á fremstu síðu. - Alveg prýðileg Baggalýta, af lýti að vera -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 7/1/08 21:09

Salka mælti:

Skabbi skrumari mælti:

Þetta gerist svo sjaldan að ég held að það sé óþarfi að vera með firðargæsluliða í því að stroka út orðabelgi..

Aftur á móti ætti að stilla Gestapó þannig að einungis þeir sem hafa skrifað visst mörg innlegg... þannig geta menn ekki búið til egó sem notuð eru eingöngu til að skjóta niður skrif annarra... ég veit ekki nákvæmlega hvernig þetta virkar, en mig grunar að með því að hafa þetta þannig, þá getur ritstjórn rannsakað hvaða óbermi eru með skítkastið með því að skoða IP-tölur... ég efast um að þeir geti rakið hverjir eru að skrifa undir öðrum nöfnum í orðabelgjum og annars staðar...

Ef ég skil þig rétt þá ertu að tala um að nýliði geti ekki gert athugasemd, lof eða last um félagsrit nema hann hafi skrifað ákveðinn fjölda innleggja áður.
Ef svo er þá er ég innilega sammála.

´

HEYR HEYR!!!
Þetta ætti bara að lúta sömu lögmálum og skrif félagsrita. Þú þarft að skrifa 50 sinnum á spjallið til að öðlasdt félagsritaskrifrétt.
Og jafnvel þanng að fólk geti ekki skrifað ummæli um félagsrit fyrr en það hefur skrifað slíkt sjálft.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Hvað segið þið um að setja mörkin við 20.000 innlegg? ‹Glottir eins og fífl›

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Salka 7/1/08 21:13

Herbjörn Hafralóns mælti:

Hvað segið þið um að setja mörkin við 20.000 innlegg? ‹Glottir eins og fífl›

Flottur! Þá hefur þú yfirburðarétt. ‹Ljómar upp og glottir›

Næturdrottning á vinstri væng Teningahallarinnar leggur til að (gulu) grænu aparnir verði límdir upp á fremstu síðu. - Alveg prýðileg Baggalýta, af lýti að vera -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Salka mælti:

Herbjörn Hafralóns mælti:

Hvað segið þið um að setja mörkin við 20.000 innlegg? ‹Glottir eins og fífl›

Flottur! Þá hefur þú yfirburðarétt. ‹Ljómar upp og glottir›

Ummælin gætu hins vegar orðið frekar einsleit. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Salka 7/1/08 21:17

Herbjörn Hafralóns mælti:

Salka mælti:

Herbjörn Hafralóns mælti:

Hvað segið þið um að setja mörkin við 20.000 innlegg? ‹Glottir eins og fífl›

Flottur! Þá hefur þú yfirburðarétt. ‹Ljómar upp og glottir›

Ummælin gætu hins vegar orðið frekar einsleit. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Bara smá svona teninga-ummæli við hvert félagsrit,... Já það er eitt. Afhverju er ekki hægt að varpa teningum á félagsritin?

Næturdrottning á vinstri væng Teningahallarinnar leggur til að (gulu) grænu aparnir verði límdir upp á fremstu síðu. - Alveg prýðileg Baggalýta, af lýti að vera -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 7/1/08 21:21

Andskotans vesen er þetta alltaf hreint. Bara skjótið mannfýluna. Spjallið við Vímus, hann ætti að þekkja einhvern sem gæti tekið það að sér.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 7/1/08 21:35

Það er vandamálið, við vitum ekki enn hver þetta er...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 7/1/08 22:10

Ok, ég skil. Ég náði ekki hvað gerðist reyndar í upphafi, var netlaus meira og minna í lengri tíma og komst þar með ekki á heimaslóðir.
En nafnleyndin (ætlaða) er bæði kosturinn og gallinn við svona kerfi eins og er hér. Við verðum bara að vona að hann láti sig hverfa án þess að til frekari átaka komi. En eftir því sem Baggalútur® verður þekktari, þeim mun meiri líkur eru á að svona heilahamlaðir einstaklingar reki inn nefið hér. En eins og stóð í öðrum pósti þá þekkir hann greinilega til hérna svo líkur eru á að þetta sé alter-egó hjá einhverjum öðrum annars dagfarsprúðum Póa.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 7/1/08 23:55

Ég er eins og venjulega á móti öllu einelti, sama hvernig það kemur fram.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: