— GESTAPÓ —
Undirskriftalisti á móti eyðingu Reynis og félaga.
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 6/1/08 18:14

Reynir mælti:

Það er dásamlegt að fylgjast með því hvernig hofmóðugt sært ljónið Galdrameistarinn reynir að verjast hinu óumflýjanlega. Það dásamlegasta af þessu öllu er að það er öllum skítsama um þrætueplið. Álfelgur er alveg sama þótt Upprifinn hafi ekki verið blindur fyrir sök galdrameistarans sjálfs. Upprifinn er líka alveg sama þótt álfelgur hafi hlaupið á sig með hótunum um raunheimanafn hans. Billa er nákvæmlega sama um þetta allt, líka það að dula og álfelgur eru alltaf að rífast um Reynir og félaga. Það er öllum sama. En samt er slegist og drullukökum kastað úr hverju horni.

Ertu úlfamaðurinn?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 6/1/08 18:20

Þetta fyrsta innlegg Reynis hér á þráðum er of vel skrifað til að vera Úlfamaðurinn. ‹Heldur áfram að drullumalla í sandkassanum›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 6/1/08 18:23

Mér finnst það einmitt ekki vel skrifað. Hugsanlega er viðkomandi þó mjög reiður.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 6/1/08 18:36

Reynir er búinn að eyða margumræddri athugasemd sinni þar sem hann nafngreindi Galdra. Það kemur oss mjög á óvart en eru góð tíðindi. Engu að síður fara þessar undantekningalaust neikvæðu athugasemdir hans undir fjelagsritum í taugarnar á oss.

Salka mælti:

Ég skil núna hvað er í gangi.
Mér finnst alveg ótækt að Galdrameistarinn láti fæla sig héðan í burt því með því væri hann að viðurkenna að völd Reynis og félaga eigi að ráða hér ríkjum.
Svartsýnustu endalokin gætu þá orðið þau að enginn verði eftir hér á Gestapó ef Reyni dytti í hug að leggja aðra Póa í einelti og þeir þá yfirgefa svæðið eins og Galdrameistarinn virðist ætla að gera ef skrifum Reynis verði ekki eytt.
Mér líst illa á þá þróun og mæli með að Galdarmeistarinn hundsi innlegg Reynis og láti sem hann sjái þau ekki og haldi frekar sínu striki hér á Gestapó sterkur og staðfastur.

Vjer erum sammála þessu að því leyti að með því að gestir hætti hjer eru gestum á borð við Reyni afhent alltof mikil 'völd'. Galdri ræður þó auðvitað hvað hann gerir og gæti haft fleiri ástæður en innlegg Reynis - það veit bara hann sjálfur. Vjer vonum þó að hann láti tímabundna Baggalútsafvötnun duga.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/1/08 18:58

Það vita allir eldri gestapóar hvar ég stend í þessu máli... enda hætti ég á sínum tíma þegar einn gestapói gaspraði nafni mínu í annan gestapóa... ég kom þó aftur fyrir rest...
Varðandi mitt neðanmálsinnlegg þá var það nú bara í augnablikspirringi sem ég setti það fram, enda hefur enginn nema ég og bróðir minn Ira Murks orðið fyrir barðinu á Skrabba og Barbaskabba, svona af ráði... Skrabbi var augljóslega skapaður eingöngu til að skaprauna mér og nú er mér nokkuð sama um hann... vil þó biðja hann að hætta að koma með skítkast út í aðra gestapóa....

Reynir var greinilega eingöngu skapaður til að skaprauna Gestapóum, hann hefur alldrei lagt neitt sjálfur til málanna og hingað til hef ég hundsað hann, eins og lang flestir aðrir... en að opinbera raunheimanafn er að fara yfir strikið... það er sama og með Úlfamanninn, hann fór yfir strikið með að nafngreina gestapóa (að auki var hann leiðinlegur, en það var hægt að hundsa það, þar til hann fór að hóta mönnum í einkapósti)...

En ég held að fyrst að Reynir er loksins búinn að skrifa eitthvað inn á þræði (innlegg hans að ofan)... þá er grundvöllur fyrir því að stroka hann út, með IP-tölu og öllum öðrum egóum sem honum fylgja (nema þetta hafi verið almenningstölva)... en það að hann strokaði út innlegg sitt í orðabelgnum sýnir að hann veit að hann fór yfir strikið og ég efast stórlega um að honum verði hent út fyrir þetta... menn hafa gert margt verra en þetta og hangið inni...

Annars höfum við hérna engin völd til að stroka nokkurn út.... en það er í lagi að láta menn vita að okkur fynnist hegðun þeirra óásættanleg...

Eigum við ekki bara að fyrirgefa Reyni og vona að hann verði ekki svona fjandi niðurdrepandi í framtíðinni?

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 6/1/08 19:16

Reynir mælti:

Það er dásamlegt að fylgjast með því hvernig hofmóðugt sært ljónið Galdrameistarinn reynir að verjast hinu óumflýjanlega. Það dásamlegasta af þessu öllu er að það er öllum skítsama um þrætueplið. Álfelgur er alveg sama þótt Upprifinn hafi ekki verið blindur fyrir sök Galdrameistarans sjálfs. Billa er líka alveg sama þótt Álfelgur hafi hlaupið á sig með hótunum um raunheimanafn hans. Billa er nákvæmlega sama um þetta allt, líka það að Dula og Álfelgur eru alltaf að rífast um Reynir og félaga. Það er öllum sama. En samt er slegist og drullukökum kastað úr hverju horni.

Ofboðslega finnst mér leiðinlegt að einhver sitji heima - búinn að stofna til leiðinda, deilna og þræta, sem og særa fólk heiftarlega - og virðist jafnvel hlakka yfir því.
Ég skil ekki alveg hvað þú meinar hér með „sök Galdrameistarans sjálfs“ vegna þess að það eina sem Galdri gerði var að opna sig örlítið fyrir okkur hinum og skrifa hjartnæmt og tregafullt félagsrit um erfiða tíma í sínu lífi, en svo kemur fólk eins og þú og sparkarí manninn þar sem hann liggur þegar á jörðinni.
Auðvitað á hann ekki að taka þetta svona til sín og hætta hreinlega á Gestapó, en þú hlýtur að gera þér grein fyrir því að þegar fólk er viðkvæmt fyrir, þá eiga afskaplega margir erfitt með að taka hlutina ekki til sín.
Fólk er líka mis viðkvæmt fyrir skítköstum - margir eiga erfitt í raunheimum, og það er afskaplega ljótt að vera með skítkast í garð hvers sem er - sérstaklega þegar þú veist ekkert um það hvernig þeim líður fyrir og hvað afleiðingar það gæti haft í raunheimum.

Miðað við skrif þín sýnist mér þú vera fullorðinn manneskja og mér finnst að þú ættir að líta aðeins í eigin barm og hugsa aðeins um hvað þú ert að gera.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 6/1/08 19:35

Mér finnst aðalmálið vera að eini tilgangur hans hér á Gestapó undir þessu nafni er að atast í þeim sem skrifa félagsrit. Málið væri í mínum augum mikið öðruvísi ef hann skrifaði félagsrit sjálfur eða tæki þátt í einhverju hérna. Þá fyrst öðlast þetta nafn rétt á einhverri skoðun.
Gagnrýni er aðeins jafnverð þeim sem hana skrifar og því finnst mér eðlilegt að Reynir sé hundsaður eins og hann virðist hundsa það að taka þátt.
Mér persónulega finnst vænt um þá gagnrýni sem ég hef fengið hér og tek hana til greina í því skyni að bæta mig og verða skemmtilegri. En sú gagnrýni kemur líka frá einhverjum sem ég ber virðingu fyrir, ekki einhverjum sem er best lýst sem skriflegu hrekkjusvíni.
Ef Reynir eða aðrir þesslegir ætla samt að halda áfram á sömu braut, viljið þið þá vinsamlegast vera eitthvað fyndnir. Annars er þetta svo þroskaheft eitthvað. xT

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 6/1/08 19:50

Tigra mælti:

Auðvitað á hann [Galdri - innskot/Vlad] ekki að taka þetta svona til sín og hætta hreinlega á Gestapó, en þú [Reynir - innskot/Vlad] hlýtur að gera þér grein fyrir því að þegar fólk er viðkvæmt fyrir, þá eiga afskaplega margir erfitt með að taka hlutina ekki til sín.

Vjer viljum vekja sjerstaka athygli á þessum orðum. Hafa þarf í huga að fólk sem á erfitt vegna þunglyndis o.fl. vandamála tekur sjerlega vel eftir öllu neikvæðu sem sagt er um það og skynjar slíkt á annan hátt en þeir sem eru lausir við slík vandamál. Það getur m.a.s. líka sjeð eitthvað neikvætt út úr hinum hversdagslegustu hlutum - og hvað þá svona skrifum. Sje eitthvað svona sett fram og eigi að vera grín (sem vjer getum reyndar ekki sjeð að eigi við um skrif Reynis) er þar af leiðandi hreint ekki víst að því sje tekið sem slíku í svona tilvikum.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 6/1/08 20:13

Heyrðu mig nú óbermið þitt, Reynir eða hvað þú svosum heitir. Skammastu þín bara og hagaðu þér almennilega hér. Það er nóg af öðrum vefjum á netinu fyrir þig að klæmast á. Svo geturðu bara gengið í Lionshreyfinguna eða skátana ef þér bráðliggur á að fá útrás fyrir önuglyndið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
U K Kekkonen 6/1/08 20:29

Reynir mælti:

Það er dásamlegt að fylgjast með því hvernig hofmóðugt sært ljónið Galdrameistarinn reynir að verjast hinu óumflýjanlega. Það dásamlegasta af þessu öllu er að það er öllum skítsama um þrætueplið. Álfelgur er alveg sama þótt Upprifinn hafi ekki verið blindur fyrir sök Galdrameistarans sjálfs. Billa er líka alveg sama þótt Álfelgur hafi hlaupið á sig með hótunum um raunheimanafn hans. Billa er nákvæmlega sama um þetta allt, líka það að Dula og Álfelgur eru alltaf að rífast um Reynir og félaga. Það er öllum sama. En samt er slegist og drullukökum kastað úr hverju horni.

Og gleymdu ekki hvað okkur er öllum S**T sama um þig. En líklega minna sama um Meistarann þar sem að flestir hlaupa honum bjarga. Farðu nú út að leika þér og komdu aftur þegar þú hefur þroskast svolítið.

- Yfirmaður Skógarhöggsstofnunar Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 7/1/08 00:17

Reynir mælti:

Blablablabla allir hérna eru svo miklir bjánar blablabla sjáið hvað mér hefur tekist að hrista upp í ykkur blablabla

Heldur þetta skrípi virkilega að það hafi náð að skapa einhverja misklíð á milli Gestapóa? Gestapó er eitt samheldnasta samfélag sem fyrirfinnst, og því verður aldrei sundrað af utangarðsóbermi eins og þessu. Þegar ég míg í sjó hefur það meiri áhrif á sjávarlífið en hið ómerkilega andlega prump þessarar mannleysu hefur á Gestapó.

Ég styð engu að síður að amlóðanum verði eytt, þar sem hann hefur þverbrotið reglur samfélagsins og er engan veginn hluti af því. Hví ættum við þá að leyfa því að gagga áfram? Forljótt veggjakrot óvita er til dæmis sjaldnast látið standa lengi.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 7/1/08 01:05

Þarfagreinir mælti:

Reynir mælti:

Blablablabla allir hérna eru svo miklir bjánar blablabla sjáið hvað mér hefur tekist að hrista upp í ykkur blablabla

Heldur þetta skrípi virkilega að það hafi náð að skapa einhverja misklíð á milli Gestapóa? Gestapó er eitt samheldnasta samfélag sem fyrirfinnst, og því verður aldrei sundrað af utangarðsóbermi eins og þessu. Þegar ég míg í sjó hefur það meiri áhrif á sjávarlífið en hið ómerkilega andlega prump þessarar mannleysu hefur á Gestapó.

Ég styð engu að síður að amlóðanum verði eytt, þar sem hann hefur þverbrotið reglur samfélagsins og er engan veginn hluti af því. Hví ættum við þá að leyfa því að gagga áfram? Forljótt veggjakrot óvita er til dæmis sjaldnast látið standa lengi.

Ég myndi styðja það að friðargæsluliðar fái breytingar/eyðingarrétt í félagsritum, en ekki að eyða gestapóum. Upprifinn bendir á málfrelsi - ég bendi á fleira.

Ef Ritstjórn ákveður að eyða Gestapóa þá samþykki ég það hiklaust. Þeirra er mátturinn og dýrðin, að eilífu - Enter!

PissuStopp: Þetta hefur engri misklíð valdið mér.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 7/1/08 01:23

Ég tek undir með Billa: eyðingarrétt í félagsritum, ekki eyðingu Gestapóa (þó mig langi helst ekki að kalla þetta... skrípi Gestapóa). Hér hafa áður komið fram alteregó (og grunar mig að hinn illa úthugsaði Reynir sé eitt slíkt) sem fóru fyrir brjóstið á fólki, en brúðustjórnendur fengu leið á og hættu við eftir nokkra stund - enda full vinna að vera góður Gestapói.

Eyðingu innleggja á þráðum er þó best að einstaklingur sjálfur - og Ritstjórn auðvitað - sjái um. Ég set reyndar meira að segja spurningarmerki við það, sbr. hvarf innleggja GimlégastiRs. Í mínum huga jafnast það atvik á við bókabrennur. Frumrita. Shakespeares.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Undir réttu nafni 7/1/08 11:33

Ég styð Upprifinn og þar með Reyni. Ég held að þegar kemur að eyðingum sé þetta spurning um allt eða ekkert. Annaðhvort verður það sem ritað er látið standa eða við eyðum Gestapó eins og það leggur sig. Ég er í það minnsta ekki tilbúinn að kóa með fólki sem er hörundsárt með afbrigðum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 7/1/08 11:46

Undir réttu nafni mælti:

Ég er í það minnsta ekki tilbúinn að kóa með fólki sem er hörundsárt með afbrigðum.

Ekki gera það þá. Ekki það að mér sé ekki sama. Mér þykir vænt um Galdrameistarann og tel hann góðan og gildan meðlim þessa samfélags. Ég mun verja hann og aðra alvöru Gestapóa gegn öllum árásum þeirra sem troða sér hingað inn óboðnir í þeim eina tilgangi að ata fólk auri og skapa leiðindi. Þú mátt kalla það hinu gildishlaðna orði að kóa ef þú vilt, en það breytir því ekki að við erum hér með samfélag þar sem ekki er farið mjúkum höndum um óboðna gesti, og þar sem þeir sem hér hafa skapað sér sess njóta virðingar og stuðnings langt umfram leiðindaóbermi sem hafa ekkert skapað sér nema verðskuldaða óvild. Þeir sem vilja stunda sandkassaleiki geta gert það á fjölmörgum þeim sorpsíðum sem í boði eru á veraldarvefnum.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 7/1/08 11:51

Undir réttu nafni mælti:

Ég styð Upprifinn og þar með Reyni. Ég held að þegar kemur að eyðingum sé þetta spurning um allt eða ekkert. Annaðhvort verður það sem ritað er látið standa eða við eyðum Gestapó eins og það leggur sig. Ég er í það minnsta ekki tilbúinn að kóa með fólki sem er hörundsárt með afbrigðum.

Það að sýna viðbrögð við því þegar einhver drullar yfir aðra, alls óverðskuldað, er ekki hörundsæri. Suma hluti á fólk bara ekkert að komast upp með og hegðun Reynis er fínt dæmi um það.

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dula 7/1/08 11:55

Undir réttu nafni mælti:

Ég styð Upprifinn og þar með Reyni. Ég held að þegar kemur að eyðingum sé þetta spurning um allt eða ekkert. Annaðhvort verður það sem ritað er látið standa eða við eyðum Gestapó eins og það leggur sig. Ég er í það minnsta ekki tilbúinn að kóa með fólki sem er hörundsárt með afbrigðum.

Þér finnst greinilega bara alltílagi að vera með dónaskap og leiðindi undir þeim formerkjum að þú sért svo æðislega hreinskilinn.
Þetta er vefsvæði , hér gilda reglur og við erum fólk sem kann almennar umgengnisreglur og mannasiði.
Þetta viðrini kann sig ekki og þú ættir kannski að fara sjálfur að viðra skoðanir þínar annarstaðar.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 7/1/08 12:22

Það eina sem ég hef haft út á Reyni að setja fram að þessu nafngreiningarinnleggi hans er það að hann skuli koma hér undir dulnefni til að gagnrýna aðra án þess að setja sín eigin verk fram undir sama nafni því auðvitað er þetta einhver sem á fullt af innleggjum og kannski mörg félagsrit.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: