— GESTAPÓ —
Falleg jólanótt.
» Gestapó   » Efst á baugi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 25/12/07 03:30

það er einhver dásamlegasta nótt sem ég hef séð lengi, tunglið fullt, kastar silfurlitu ljósi yfir hvítföla heiði og tún, kyrrðin ríkir ein.

Gleðileg jól.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 25/12/07 03:46

Hún er líka einstaklega falleg þessi nótt hér í borg óttans og það er yfir henni einhver friður og ró sem ég hef ekki séð í fjölda ára.
Meira að segja mér líður vel núna á þessari stundu þegar borgin sefur.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 25/12/07 03:47

Já og gleðileg jól.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Gabriel 25/12/07 03:57

Held að Mars sé að fela sig á bak við tunglið sem er merkilegt nokk...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Undir réttu nafni 25/12/07 04:23

‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Gabriel 25/12/07 04:50

marsmyrkvi
‹Starir þegjandi út í loftið›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 25/12/07 08:06

Jóladagsmorguninn er nú bara kósý líka.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 25/12/07 12:06

Ég á ekki von á neinu öðru en dásamlegum jóladegi.

Gleðilega jól aftur og en.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 25/12/07 12:11

Já gleðileg jól!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 25/12/07 16:53

Hvít jól! Hvít jól!
‹Dansar›

Gleðileg jól.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 25/12/07 17:01

‹Fer í gömlumannabrækurnar›
Ég man bara ekki eftir því að það hafi snjóað svona mikið á jóladag... á þessari öld...

۞Gleðileg Jól!!۞

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 25/12/07 23:02

Hér eru sko hvít jól líka, reyndar er allt að verða ófært sökum snjóa og faðir minn sem býr í næsta bæjarfélagi, festi sig tvisvar á leiðinni heim og það tók hann 45 mínútur að keyra það sem annars tekur 15-20 mín. En fyrst að karlinn komst heill heim er mér alveg sama þó veðrið sé vont. Ég er búin að kveikja á kertum um allt og reyni bara að njóta þess að horfa á vonda veðrið út um gluggann.

Já, og gleðileg jól öll sömul.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Starri 25/12/07 23:27

Það er enginn snjór hjá mér.

Frumeintakið.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 26/12/07 13:53

Ekki heldur hjá oss enda er sjaldnast snjór innandyra.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 26/12/07 14:38

Hér er allt á kafi í snjó, en aðeins utandyra. Það mun breytast á næstunni þegar afkvæmin ákveða að bera snjóinn inn með sér í vettlingum, sokkum, skóm, húfum, hettum, vösum og öðru sem þeim mun að sjálfsögðu ekki hugkvæmast að tæma áður en inn í húsið verður haldið. ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dula 26/12/07 15:09

Hér inni hjá mér er örlítill snjór, það er sem kom inn með okkur krökkunum.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mjákvikindi 27/12/07 20:31

Kafaldsbylur var þá, en fullt af ljósum og yl og gamla góða norðlenska hangikjetið m/beini var heitt og gott í hádeginu og með öllu tilheyrandi. En um kvöldið var ostum, kökum, konfekti, steik og næs og ég tala nú ekki um "fiskipateið" og gæsaafganginn. En fyrir mig er það "den tid den sorg" það vantaði rjúpuna. Heimagerði ísinn var kældur úti í skafli, því það hentaði veðráttunni, bætti það aðeins upp. Vona að þið hafið líka haft yndisleg jól svo til innilokuð í sköflum og stormi. Það er svolítið ævintýri.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 27/12/07 23:13

Jújú, þetta voru nú bara nokkuð kósý jól þegar búið var að láta krakkagrislingana anda í bréfpoka eftir pakkaflóðið. Samt voru þau albest þegar ég var að horfa á þá opna pakkana. ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
LOKAÐ
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: