— GESTAPÓ —
Vandræðalegar þýðingar Íslendinga
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 22/2/08 10:25

Tina St.Sebastian mælti:

Tilvitnun:

"Vissir þú ... að auga ostrunnar er stærra en heilinn?"

Í sömu fróðleikmolum í Fréttablaðinu (kannski ekki sama dag) stóð "í Japan er til sjálfsvarnarlist þar sem einu vopnin eru viftur"
Menn geta giskað á hvað hér er átt við

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hermundur Frotté 22/2/08 11:47

Ég sé þetta ljóslifandi fyrir mér...

Hermundur Frotté • ógöfugmannlegur og ósnyrtimenni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 23/2/08 01:13

Úr The Terminator 3 í Ríkinu áðan: Connor og Brewster eru að koma sér í burtu frá varnarmálaráðuneitinu til Kristalsfjalls að beiðni föður Brewsters. Þeim tekst að komast undan T3 inni í flugskýli. Hún (Brewster) segir við Connor: "Þarna er lítil rella, pabbi kenndi mér að fljúga henni."

Næst kemur Swarzenegger og segir þeim að T3 sé búin að rugla forritið í sér þannig að hann hefur fyrirskipun um að drepa þau en ekki vernda þau. Þá hefst bardagi á milli Connors og Swarzeneggers en áður en hann nær að drepa þau tekst honum að slökkva á sér. Þá sjá þau sér fært um að flýja og Connor spyr Brewster á ensku "Can you fly". Íslenski textinn var: "Kanntu að fljúga?".

Það mætti halda að Connor væri með athyglisbrest sem tæki ekkert eftir því hvað sagt væri við hann. Hann sem á að bjarga mannkyninu í framtíðinni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 23/2/08 06:59

Dula mælti:

Lopi mælti:

Ég fór að horfa á ágæta Danska mynd í gærkvöldi sem heitir Regla nr.1. Á textavarpinu sagði um þessa mynd að hún fjallaði um unga konu sem flytur til systur sinnar eftir að hafa komið að kærastanum sínum með annari konu í rúminu.

Gott og vel, myndin byrjar og svo gerist það í partýi að þessi kona fer á salernið og heyrir að það eru bara hörku kynlífsatlot í næsta salernisklefa. Hún lítur yfir vegginn og sér þá kærastann sinn vera tottaðan af einverri gellu.

Bíddu, hvenær hafa klósett verið kölluð rúm hérna á Íslandi. Hef ég verið að missa af einhverju?

Það virðist vera algengt að fók segi líka að sofa hjá þegar fólk er að stunda saman kynlíf, bara skandall og hneyksli, þannig að það mætti segja að þau hafi verið að sofa saman á klósettinu,‹finnst súg ferlega sniðug›

Ég hef sofnað á klósetti. Og ekki í einrúmi.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grelli 23/4/08 14:08

Man eftir því þegar ég sat í kvikmyndasal einum og horfði með miklum ákafa á Die Hard 4.0 þegar John McClane segir þessi frábæru orð: ,,Yippie-kay-yay, motherfucker. " Þá er þýðingin svohljóðandi: ,,Jibbí jei, fantur."

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 23/4/08 14:13

Hahahaha! Jibbí jei fantur!

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 23/4/08 14:18

Rattati mælti:

Dula mælti:

Lopi mælti:

Ég fór að horfa á ágæta Danska mynd í gærkvöldi sem heitir Regla nr.1. Á textavarpinu sagði um þessa mynd að hún fjallaði um unga konu sem flytur til systur sinnar eftir að hafa komið að kærastanum sínum með annari konu í rúminu.

Gott og vel, myndin byrjar og svo gerist það í partýi að þessi kona fer á salernið og heyrir að það eru bara hörku kynlífsatlot í næsta salernisklefa. Hún lítur yfir vegginn og sér þá kærastann sinn vera tottaðan af einverri gellu.

Bíddu, hvenær hafa klósett verið kölluð rúm hérna á Íslandi. Hef ég verið að missa af einhverju?

Það virðist vera algengt að fók segi líka að sofa hjá þegar fólk er að stunda saman kynlíf, bara skandall og hneyksli, þannig að það mætti segja að þau hafi verið að sofa saman á klósettinu,‹finnst súg ferlega sniðug›

Ég hef sofnað á klósetti. Og ekki í einrúmi.

Ég sofnaði líka einu sinni á almenningssalerni.
Það var samt bara vegna þess að ég var svo óendanlega, óhugnalega, ótrúlega, ófyrirgefanlega þunn!
...og þetta almenningssalerni var eina húsið á svæðinu sem var með kælingu... og úti var 40 stiga hiti... sem er ekki að dansa fyrir afskaplega þunnt tígrisdýr. Þetta var líka eina steypta húsið á svæðinu (ohh svala steypa!) ...allt annað var úr einhverskonar bambus og álíka gróðri.
Hinsvegar kom svo ein vinkona mín að mér þar sem ég lá þarna á gólfinu og steinsvaf... og hún hélt ég væri hreinlega steindauð! (ekki áfengisdauð). Hún alveg veinaði greyið... en varð mjög létt þegar ég leit upp og spurði hvaða læti þetta væru.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
        1, 2, 3, 4
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: