— GESTAPÓ —
Jólavísur
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 15/12/07 11:10

Hér verður hægt að rita vísur um jólasveina, jólastressið, jólaljósin, Jólaeyju, jólasteikur, jólabarnið, jólavísareikningana, jólaköttinn, jólatré, jólakökur, jólaöl og svo framvegis...

Svífur burtu svart allt böl
sætt er mandarínið.
Glatt er hjarta gott er öl
og góða appelsínið.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 15/12/07 12:22

Jólin er' að koma, kátt
í kotinu er mínu.
Þau ávallt byrja ósköp smátt
Og enda’ í magapínu.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 15/12/07 12:23

Rífum oss úr rökkurdrunga upp með rögg.
Kona, drífum okkur, komum snögg.
Kannski náum við í jólaglögg!

vér kvökum og þökkum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 15/12/07 12:35

Jólasveinar jarma víst,
je je nú í þessu.
Hvurslags bilun hvæsignýst,
heiðra glyrnur lessu.

Rækilega -rifinn upp-,
rauður jólapakkinn.
Dulítið er dásamlegt,
er drepst úr þreytu krakkinn.

Huxa sumir heims um ból,
hórast aðrir blóðugt.
Reynir aulinn standa´ á stól,
stelpið furðu sóðugt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Atlasinn 15/12/07 23:27

Hvurt er hann farinn Jólasveinn,
heví stress á öllum.
Er kallinn kanski orðinn seinn
í kvæðagöngu með köllum?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
lappi 15/12/07 23:57

[b][i]
Hátíð jóla er helg og tær
í hugum gleði vekur.
Augu barna skýr og skær
skuggan burtu rekur.
-----------------------------

lappi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 16/12/07 00:31

(Bið ég menn um að gæta vel að stuðlasetningu hér sem annars staðar á Kveðist á.) ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 16/12/07 02:43

Nú getur vel verið svo að ég ætti ekki að vera að ybba gogg enda bara nýgræðingur en ef menn eru í einhverjum vafa um bragfræðina eru menn æðislega hjálpsamir í skólastofunni við að aðstoða mann. Vísan hans Atlasar er mjög rangstuðluð. Endilega komdu í skólastofuna og allir eru tilbúnir að hjálpa.

Fyrri vísan hans Lappa er fín en hina hefði ég ekki undir nokkrum kringumstæðum látið fara frá mér og finnst að ætti að laga eða henda út. Annað er óvirðing við þá sem rembast eins og rjúpa við staur reynandi að láta vísur sína hafa innihald eða hnyttni.
Vonandi túlkast þetta sem ábending en ekki óvirðing og ég vona að sama skapi að mér sé bent á þegar mér verður stórlega á og ég mun ekki taka því ílla. Knús!

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 16/12/07 03:01

Nú er þessi þráður ekki keðja og hafa menn verið látnir í friði með villur á svoleiðis þráðum til þessa.xT

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/12/07 07:39

Já... svona þematengd efni hafa oftast verið látin óátalin hvað varðar ígrip friðargæsluliða í bragfræði, þó eðilegt sé að láta menn vita ef greinilegt er að þeir séu að reyna að yrkja eftir hefðbundnum reglum en tekst ekki... þeir sem vilja bæta sig hvað varðar stuðlasetningu taka því þá örugglega ekki illa að fá ábendingar... og hvet ég alla til að yrkja bragfræðilega rétt á öllu Gestapó xT

Andi jóla er á brott
allir framhjá hlaupa.
Allt þarf víst að vera flott
nú vilja menn fínt kaupa.

Ýmislegt ég ekki skil
anda menn frá bægja.
Kertaljós og lítið spil
létu menn sér nægja.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sjöleitið 16/12/07 14:06

Prestar alloft klæðast kjól
kynferðið þar engu ræður.
Systur erum öll um jól,
öll erum á jólum bræður.

Leifur Eiríksson geri ég ráð fyrir.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 16/12/07 15:42

Upprifinn mælti:

Nú er þessi þráður ekki keðja og hafa menn verið látnir í friði með villur á svoleiðis þráðum til þessa.xT

Hér er tilvitnun af forsíðunni: „Hér er allt látið flakka, samkvæmt ströngustu reglum bragfræðinnar þó.“
Mun ég svo ekki tjá mig hér meira í óbundnu máli.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mjöðvitnir 17/12/07 00:01

Um jólin er jafnan sú plágan
ef fyrir jómfrú þig gera vilt háan
Þá gefð´enni hól,
gullsleginn kjól
Eða gefð´enni bara einn á´ann.

Hirðfífl nostalgíunnar. Drottnari einmanaleikans. Verndari þráhyggjunnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 18/12/07 09:47

Jólin eru innan tíða
yndæl verður þessi stund.
En sumir bara kvarta, kvíða
ég kannast ei við þannig lund.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mjöðvitnir 19/12/07 23:14

Heim úr glöggi hægt ég skríð
hlær nú við mér sólin.
Enga veit ég aðra tíð
yndislegri en jólin.

Hirðfífl nostalgíunnar. Drottnari einmanaleikans. Verndari þráhyggjunnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leiri 20/12/07 01:03

Græt ei fyrri gengin jól,
gjafirnar og kertin.
Tek í vör og tygg mitt rjól
og totta pípustertinn.

Leiri er gríðarlegt skáldaefni og dr. í íslenskum bókmenntum. Sérgrein hans er bragfræði síðmiðalda. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar á stuttri ævi og ítrekað verið nefndur sem mögulegur nóbelverðlaunahafi á komandi árum.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
lappi 20/12/07 23:12

Jólin okkur birtast brátt
börnin fá í skóinn.
Fyrr var oft í koti kátt
kæri Jóli er róinn.

lappi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Starri 21/12/07 18:13

Jólavísur jólaljóð
ég mun ávalt syngja.
Lekur þá úr litlum sjóð
léttist þá mín pyngja

Frumeintakið.
LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: