— GESTAPÓ —
Hópferð til Ýsufjarðar
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2, 3 ... 11, 12, 13  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 14/12/07 11:21

Elsku vinir og félagar. Í tilefni af rafmæli mínu býð ég ykkur í skoðunarferð um heimaslóðir mínar, Ýsufjörð.
‹Tekur sér stöðu uppi á bryggjupolla og hækkar róminn›
Það er gaman að sjá hve margir hafa komið með strandfararskipinu nú í dag í þessa fyrstu hópferð Baggalýtinga til Ýsufjarðar. Hér upp af bryggjunni sjáið þið "Þorpið" okkar, eða bæinn eins og við köllum það. Yzt á firðinum standa tveir allháir höfðar sitthvoru megin fjarðarmynnisins, þið siglduð reyndar á milli þeirra áðan. Þeir heita að sunnan Vatnhöfði, þar er siglingavitinn þar sem faðir minn gengði stöðu vitavarðar um áratugaskeið og að norðan Dalmannshöfði. ‹Baðar út höndum meðan hann talar› Eins og þið sjáið liggur bergið aðbratt upp að Vatnhöfða en milli Dalmannshöfða og Strandarfells er skarð, sem heitir Sólvíkurskarð, en um það er farið yfir í Sóldal og út Viðvíkuhrepp þegar Vatnsskarðið er torfært.
Hérna handan fjarðarins, að norðanverðu, er svo Strandafellið og undir því standa bæirnir "úti við Strönd".
‹Stígur niður af pollanum og er talsvert stoltur á svip›
Ég ætla nú að fara með ykkur í gönguferð um þorpið og sýna ykkur svo aðeins sveitirnar í kring. Að því loknu verður svo vöfflukaffi í Vatnehúsi.
Ekki hika við að spyrja ef einhverjar spurningar vakna hjá ykkur eða þið hafið áhuga á vita meira um það sem fyrir augu ber... til þess eru jú leiðsögumennirnir.‹Glottir eins og fífl›
En hann Skapti hérna ‹kynnir Skapta, sem glottir eins og fífl› ætlar að sjá til þess að skipið verði svo búið til heimferðar að vöfflukaffi loknu.
En nú höldum við áfram ‹gengur upp bryggjuna og halarófan á eftir›.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 14/12/07 11:23

‹Eltir Sundlaug›

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 14/12/07 11:24

‹Eltir Útvarpstjóra.›

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 14/12/07 11:27

‹Tekur myndir í gríð og erg af öllu frá bryggjupollanum sem Sundlaugur stendur á til fugla sem fljúga í átt að Vatnhöfða›

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 14/12/07 11:29

Í höfuðið á hverjum heitir Vatnehús?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Starri 14/12/07 11:41

‹Spyr leiðsögumanninn› Væri ekki tilvalið að skella sér í sundlaugina áður en heim er haldið? ‹Horfir löngunaraugum á sundhöll Ýsufjarðar›

Frumeintakið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 14/12/07 11:42

Jú, Vatnehús, sem við sjáum hérna framundan til vinsti uppi á hæðinni fyrir ofan bæinn ‹bendir á tvílyft blámálað reisulegt timburhús með kvisti ›var byggt af föður mínum, Hundblauti Vatne, vitaverði og stofnanda Ungmennafélagsins Andspyrnunnar á Ýsufirði. Þannig er nú nafnið tilkomið.
Starri, þetta er góð hugmynd‹Ljómar upp› við ættum bara að fara í sund fyrir vöfflukaffið því það ekki hollt að synda mettur.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 14/12/07 11:43

‹Mætir of seint, sér hópinn og byrjar að elta›

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 14/12/07 11:44

Mikið yndislega er friðsælt og fallegt hérna.

‹Dregur djúpt andann›

Og ilmurinn er sko ekki til að kvarta yfir.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 14/12/07 12:12

‹Kaupir þjóðbúningadúkkur›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 14/12/07 12:21

‹Röltir með›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 14/12/07 12:22

Já, það er fagurt og gott á Ýsufirði. ‹Gerir sig breiðan og segir með djúpri bassarödd:› Það er gott að búa á Ýsufirði‹Glottir eins og fífl›.
En grínlaust, kæru ferðafélagar, þá er til gamall húsgangur sem hljóðar svo:

Á Ýsufirði er alltaf gott
enginn má þar kvarta.
Fáir hafa flutt á brott
úr firðinum unaðsbjarta.
‹Ljómar upp›

En hér komum við nú inn á "Torgið". Hér til hægri er nú Kaupfélagsbúðin og vöruskemmurnar og beint hérna á móti okkur er Barna- og unglingaskólinn og við hlið hans Símstöðin og sambyggð henni er heilsugæzlan. Lengra til vinstri og liggur á ská í átt að heilsugæzlunni þó þar sé gata á milli er svo félagsheimilið og hreppsskrifstofunar og þar fyrir handan er sundlaugin okkar. ‹Ljómar eins og sól í heiði.›

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 14/12/07 12:23

Hvar er svo mjólkurbúðin?

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 14/12/07 12:24

Þetta er dásamlegt. Eru einhverjar eignir á sölu hérna?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 14/12/07 12:27

‹Snýr sér við og talar við krossgötu› Fattaðir þú að koma með sundbol?

‹Við Sundlaug› Afskaplega er fallegt hérna. Er alltaf svona gott veður?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 14/12/07 12:36

Já, Skabbi minn, við kaupum nú bara mjólkina beint á brúsa frá honum Ragnari á Brimslæk.

Andþór, ef ég man rétt þá er Pollabæjarkot búið að vera á sölu um tíma. Hann Lárus á Polli, landpósturinn okkar, á það nú og vill örugglega selja þér það á hagstæðum kjörum.

Regína mín, ég vitna bara í vísuna sem ég fór með áðan. Hér er alltaf bjart, nema þegar dimmir.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 14/12/07 12:37

‹Ljómar upp og fylgist vel með öllu›

Til hamingju með Rafmælið Sundlaugur. xT

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 14/12/07 12:37

‹Svarar Regínu hljóðlega›Úbs, ætli það sé ekki hægt að leigja sundföt í sundlauginni?

‹Ögn hærra›
Ætli það fáist ekki póstkort í kaupfélaginu?

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
     1, 2, 3 ... 11, 12, 13  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: