— GESTAPÓ —
Íslenzkun á erlendum tækniheitum
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarmasleikir 8/12/07 03:14

Það veit jeg ekki hvort viðlíka þráður hefur áður verið stofnaður en hitt veit jeg, að jeg hef ákveðið að hleypa af stokkunum hugmyndaþræði um íslenzkun á erlendum tækniheitum. Erlend tækniheit, oftast engilsaksnesk, tröllríða hinum íslenzka netheimi. Þó eru til íslenzk heiti á flestum tæknifyrirbærum en þau er jafn misjöfn og þau eru mörg. Ég læt hér nokkrar nýjar hugmyndir flakka.

USB-lykill sem í daglegu íslenzku tali nefnist minnislykill skal héðan í frá, skv. biskupsbréfi þar um, heita Montprik.
Við eigum hið ágæta orð flakkari, um færanlegan harðan disk en frægasti flakkari okkar Íslendinga hét Sölvi Helgason. Því finnst mér við hæfi að flakkari skuli hér eftir vera kallaður Sölvi.
Lyklaborð (ensk. Keyboard) - Gómfylla (fyllir upp í fingurgóma)
Download - Slaka (í stað niðurhala)
Upload - Hífa (í stað upphala)
Íslenzka þýðingin á engilsaksneska orðinu Driver er rekill. Vonlaust þýðing. Ný hugmynd er Ökuþór.

Fleiri hugmyndir eru sannarlega vel þegnar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 8/12/07 05:57

Þarmasleikir mælti:

Það veit jeg ekki hvort viðlíka þráður hefur áður verið stofnaður en hitt veit jeg, að jeg hef ákveðið að hleypa af stokkunum hugmyndaþræði um íslenzkun á erlendum tækniheitum. Erlend tækniheit, oftast engilsaksnesk, tröllríða hinum íslenzka netheimi. Þó eru til íslenzk heiti á flestum tæknifyrirbærum en þau er jafn misjöfn og þau eru mörg. Ég læt hér nokkrar nýjar hugmyndir flakka.

USB-lykill sem í daglegu íslenzku tali nefnist minnislykill skal héðan í frá, skv. biskupsbréfi þar um, heita Montprik.
Við eigum hið ágæta orð flakkari, um færanlegan harðan disk en frægasti flakkari okkar Íslendinga hét Sölvi Helgason. Því finnst mér við hæfi að flakkari skuli hér eftir vera kallaður Sölvi.
Lyklaborð (ensk. Keyboard) - Gómfylla (fyllir upp í fingurgóma)
Download - Slaka (í stað niðurhala)
Upload - Hífa (í stað upphala)
Íslenzka þýðingin á engilsaksneska orðinu Driver er rekill. Vonlaust þýðing. Ný hugmynd er Ökuþór.

Fleiri hugmyndir eru sannarlega vel þegnar.

Þú ert án efa ömurlegasti myndleysinginn á gestapó og myndleysingja eru yfirhöfuð ekki merkilegir.
Ístuttu máli þá ertu hálfviti.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 8/12/07 11:00

Mér finnst einkennilegt að þýða íslensku yfir á íslensku, lyklaborð = gómfylla.
Annars er bara gaman að þessu.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 8/12/07 12:13

Gómfylla er nú bara ekkert sniðugt enda er gómfylla í munninum á fólki ekki á höndunum eða undir þeim. flakkari er mjög gott orð og tilgangslaust að vera að klína einhverju mannsnafni á hann, minnislykill er fullkomlega fullnægjandi orð og ég bara hreinlega fæ kjánahrollinn margfaldaðan niður eftir bakinu þegar ég les þessi kjánalegu orð, vonandi ferðu ekki að tala um að þú ætlir að reka montprikið í hann Sölva og svo fara að hífa og slaka ökuþórum‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarmasleikir 8/12/07 22:54

Þið eruð svona hress.
‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 8/12/07 22:56

Þarmasleikir mælti:

Þið eruð svona hress.
‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Þú gast alveg valið þér þekkilegra nafn.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 10/12/07 11:50

Regína mælti:

Þarmasleikir mælti:

Þið eruð svona hress.
‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Þú gast alveg valið þér þekkilegra nafn.

Eins og Þarmakyssir t.d. það er miklu krúttupúttulegra.
annars er rétta þýðingin á Driver, ekill.
Svo er engin þörf að finna nýtt orð á flakkara - það er snilldar orð.
Það vantar orð á USB lykla, einu sinni notaði fólk disklinga, ég legg til að usb lyklar verði kallaðir lyklingar

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 10/12/07 12:09

Ég vil halda í upphaflegu orðin. Mér finnst bara í fínu lagi a nýyrðin komi frá enskunni því þetta eru oft orð sem stoppa stutt í okkar tungumáli. Td þegar íslendingar lærðu loksins að nota orðið myndband í staðin fyrir að kalla það video þá voru allir hættir að nota myndbönd.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 10/12/07 12:34

Ég er reyndar á því að kalla þessa USB-lykla viskustykki og harða diska viskubrunna

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 10/12/07 16:23

krossgata mælti:

Ég er reyndar á því að kalla þessa USB-lykla viskustykki og harða diska viskubrunna

Frábær hugmynd en því miður mun það enda með ósköpum þegar brottfluttir nördar segja mæðrum sínum gegnum símann að þær þurfi að finna viskustykki og troða því í usb tengið á tölvunni...

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ég neita að kalla usb lykilinn hans Hannesar Hólmsteins viskustykki. Bara alveg nei.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 10/12/07 20:02

Ég neita að leggja gáfulegt innlegg í umræður á þræði sem maður með svona nafn stofnar.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 10/12/07 20:42

Vinnufélagi minn, fullorðinn maður, frekar tölvuheftur kallar USB-lykilinn alltaf Töfrasprota. Sem er alveg ágætt orð þar sem allir eru hættir að þeyta rjóma með töfrasprotanum (ef einhver skyldi muna eftir því)

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 10/12/07 20:50

krossgata mælti:

Ég er reyndar á því að kalla þessa USB-lykla viskustykki og harða diska viskubrunna

Er ekki bara fínt að kalla USB-lykla bara USB-lykla.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Atlasinn 11/12/07 18:11

Upprifinn mælti:

krossgata mælti:

Ég er reyndar á því að kalla þessa USB-lykla viskustykki og harða diska viskubrunna

Er ekki bara fínt að kalla USB-lykla bara USB-lykla.

Eða bara lyklastykki

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 12/12/07 09:41

Upprifinn mælti:

krossgata mælti:

Ég er reyndar á því að kalla þessa USB-lykla viskustykki og harða diska viskubrunna

Er ekki bara fínt að kalla USB-lykla bara USB-lykla.

Ef þú hefur gaman að fimm atkvæða orðum (svo gætum við auðvitað borið USB fram sem eitt atkvæði)

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 12/12/07 20:42

Wonko the Sane mælti:

Vinnufélagi minn, fullorðinn maður, frekar tölvuheftur kallar USB-lykilinn alltaf Töfrasprota. Sem er alveg ágætt orð þar sem allir eru hættir að þeyta rjóma með töfrasprotanum (ef einhver skyldi muna eftir því)

Töfrasprotar lifa nú reyndar góðu lífi - ég á tildæmis nokkra af báðum tegundum. Önnur tegundin er svolítið gamaldags og virkar aðeins fyrir nornir og galdramenn, en hin tegundin gengur fyrir rafmagni og er ágætis tæki til að saxa berin í biomjólkina mína eða mauka gulræturnar í grænmetissúpunni. Líklega gæti hann líka gagnast við að þeyta rjómann en það er bara svo miklu skemmtilegra að sjá Hvæsa reyna að ýta Zetornum í gang.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 13/12/07 20:08

Persónulega held ég upp á orðið minnishegri yfir USB-lykla (sbr. óminnishegri).

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
     1, 2  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: