— GESTAPÓ —
SveinnP
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
SveinnP 26/11/07 15:50

Ég geng undir nafninu SveinnP í undirheimum alnetsins þannig að það mun vera eina nafn mitt sem að þið munið þekkja. Ég vona að ég geti átt skemmtilegar stundir við lestur og svörun á þessu spjallborði.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 26/11/07 15:56

Það fer nú mest eftir þér sjálfum væni minn. Þú virðist allavega sæmilegur í stafsetningu. Varðandi málfar, þá mættti sleppa þessu „að“ þarna.
Ekki slæmt.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 26/11/07 16:08

SveinnP mælti:

Ég geng undir nafninu SveinnP í undirheimum alnetsins þannig það mun vera eina nafn mitt sem þið munið þekkja. Ég vona að ég geti átt skemmtilegar stundir við lestur og svörun á þessu spjallborði.

Allt of mörg að. Ertu kannski líka einn af þeim sem ert alltaf að gera eitthvað í staðinn fyrir að gera einfaldlega eitthvað? Var kannski sagt þér eitthvað um daginn? Leitarðu kannski af einhverju? Segirðu „víst að“ í staðinn fyrir „fyrst“ eða „fyrst að“?

Ég vona að þetta séu nægilega fyrirbyggjandi leiðréttingar, þú virðist vera af þeirri kynslóð sem treður ofangreindum villum í allt sem hún skrifar.

Hunskastu svo í innflytjendahliðið svo við getum leikið okkur almennilega með þig! ‹Hendir poppi í nýliðann›

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 26/11/07 16:11

Kjellinn bara mættur.

Þetta á eftir að enda illa.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
SveinnP 26/11/07 17:58

Ég vona þetta endi nú ekki mjög illa. En núna verður einhver hjálpsamlegur notandi að benda mér á leiðina til innflytjendahliðsins.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 26/11/07 18:00

‹Bendir á blóðslóð›... í öðrum enda slóðinnar er innflytjendahliðið og í hinum enda er paradís...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
SveinnP 26/11/07 18:43

Þú ert mikill heiðursmaður Skabbi, það verður ekki tekið af þér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 26/11/07 18:48

Jarmi mælti:

Kjellinn bara mættur.

Þetta á eftir enda illa.

‹Klórar sér í toppstykkinu› Er samt ekki í lagi með þetta "að" hjá ljúflingnum honum Jarma?

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 26/11/07 19:07

albin mælti:

Jarmi mælti:

Kjellinn bara mættur.

Þetta á eftir enda illa.

‹Klórar sér í toppstykkinu› Er samt ekki í lagi með þetta "að" hjá ljúflingnum honum Jarma?

Það er yfirleitt allt í lagi með hann Jarma.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 26/11/07 19:44

Sammála.

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 26/11/07 20:21

Er það rokið sem feykir öllum þessum nýliðum hinggað inn? ‹Sækir nýliðasópinn›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 26/11/07 22:58

Líklega kuldinn og rokið já.
Þeir sem ekki fjúka hingað inn, skríða inn í hlýjuna.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
SveinnP 26/11/07 23:04

Ég er samt alveg rosa fínn strákur. ‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

Ekki eru allir viðhlæjendur vinir
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 26/11/07 23:05

Jájá ég efast ekki um það. Þú hefur litið út fyrir að vera efnilegur.
Þeir fjúka líka yfirleitt fljótlega út aftur, þeir sem ekki eiga hér heima.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 26/11/07 23:52

Ef þú sleppur framhjá sópnum þá áttu möguleika. ‹Byrjar að sópa af miklum móð›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
SveinnP 27/11/07 13:42

Ég bara komin með mynd‹Styður báðum höndum á mjaðmir, hallar sér aftur og hlær eins djúpum hlátri og unnt er›

Ekki eru allir viðhlæjendur vinir
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 27/11/07 13:44

Og líka svona sætur!
‹Ljómar upp›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 27/11/07 13:46

SveinnP mælti:

Ég bara komin með mynd‹Styður báðum höndum á mjaðmir, hallar sér aftur og hlær eins djúpum hlátri og unnt er›

Og svona fallega blár líka, til hamingju! xT

     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: