— GESTAPÓ —
Andlátsfregnir og útstrikanir
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 18/11/07 14:53

Hvað finnst fólki almennt um það að menn geti komið inn og fengið öll sín innlegg strikuð út?
Það er óhemja af þráðum sem hafa misst gildi sitt og orðnir samhengislausir út af þessum útstrikunum... mér finnst Gestapó hafa rýrnað helling við þessar gerræðislegu aðgerðir...

Er það tilviljun að um sama leiti og hlewagastiR og Gimlé fengu sín innlegg strokuð út, þá hurfu öll innlegg Regins... sem Texi tilkynnti að væri dáinn í raunheimum... einhver tenging þar...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 18/11/07 15:01

Þetta er náttúrulega óhæft og stórundarlegt allt saman. Ég vissi reyndar ekki að innlegg Regins væru horfin og þykir það skrítið. Ég skyldi vona að ef raunheimahylki mitt færist þá myndi allt sem ég skrifaði standa eftir minn dag.

Mín skoðun.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 18/11/07 15:25

Verða þessi skrif manna á lútinn ekki sjálfkrafa eign ritstjórnarinnar? Getur hún ekki geymt þau sama hvað aðrir segja?

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 18/11/07 15:55

Í mínum huga er þetta margþætt. Fyrst finnst mér eðlilegt að ef menn vilja virkilega þurrka út sögu sína hér, fái þeir að gera það. En þetta hefur þó áhrif á skrif samtíðargestapóa, þau verða samhengislaus og stundum jafnvel einskis virði. Þvi legg ég til annan möguleika fyrir þessa skyndilega feimnu penna: Að „undirskrift“ þess sem reit verði breytt í einhvern dummy gestapóa (t.d. „Ónefndur Gestapói“). Ég endurtek þó að mér finnst þetta alger óþarfi og vona að mér detti þetta aldrei í hug sjálfum.

Hvað Regin varðar (blessuð sé minning hans) get ég helst ímyndað mér að þetta hafi verið gert að ósk ættingja. Ef svo er er það sjálfsagt. En sjálfum finnst mér fráleitt að eyða innleggjum einhvers vegna þess að viðkomandi er látinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 18/11/07 17:06

Það væri sök séð ef það yrði eftir einhvers konar autt innlegg þar sem innleggið stóð... svo fólk sæi að það sé búið að kippa samhenginu úr lið...
Reginn=hlewagastir var það sem ég var að hinta að... spurning hvort fleiri eru dottnir út

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 18/11/07 17:35

Ef Hlewagastir = Reginn er það einhver margbrotnasti gjörningur sem hér hefur verið framinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 18/11/07 17:46

Ef einhver skrifar reglulega í Morgunblaðið og fer svo í fýlu nokkru seinna, þá held ég ekki að Morgunblaðið myndi fjarlægja skrifin úr skjalageymslum sínum.

„Það stendur sem stendur.“

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/11/07 18:16

Æ, ég sé ekki mikið að þessu, og þó, kannski þætti mér verra ef það væri einhver annar sem hefði látið stroka sína tilveru út úr netheimum. Vonum bara að heilög Ritstjórn eigi upprunaleg innlegg svo þau rati í Þjóðskjalasafnið með öllu öðru rituðu máli í þessari félagslegu tilraun sem Gestapóið er.

Hver er annars þessi Reginn? Ég man ekkert eftir honum. Var hann einvörðungu á kvæðasvæðinu?

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 18/11/07 18:56

Reginn Valtýsson var einn af örfáum Gestapóum, sem kom fram undir raunheimanafni sínu og eins og Hakuchi spyr um þá var sá maður nær eingöngu á kveðakaparþráðunum. Blessuð sé minning hans.

Allar getgátur um að einhver tenging sé milli Regins heitins og hlewagastiRs fullyrði ég að séu algjörlega út í hött.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ég er altaf að hætta og kem sjálfsagt til með að gera það bráðum og kem þá til með að krefjast þess að allt sem ég hef látið frá mér fara þurkist út . Ég hef farist þess á leit við ritstjórn að þurka út gamlan þráð þar sem ég er svívirtur á þann hátt sem enginn annar hefur verið í sögu lútsins Smbr Sænska þráðinn enn það hefur ekki verið gert . ég sá að þessi ósómi stendur enþá.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 18/11/07 19:23

Gísli Eiríkur og Helgi mælti:

Ég er altaf að hætta og kem sjálfsagt til með að gera það bráðum og kem þá til með að krefjast þess að allt sem ég hef látið frá mér fara þurkist út . Ég hef farist þess á leit við ritstjórn að þurka út gamlan þráð þar sem ég er svívirtur á þann hátt sem enginn annar hefur verið í sögu lútsins Smbr Sænska þráðinn enn það hefur ekki verið gert . ég sá að þessi ósómi stendur enþá.

Hefur þú séð þráðinn „Jarmi kúkur“?

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 18/11/07 19:26

Allt sem ég hef skrifað hér ásamt öllu, sem skrifað hefur verið um mig má gjarnan standa um aldur og ævi eftir að ég hverf yfir móðuna miklu. ‹Kíkir á myndabæklinga um legsteina›

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Komið þið sæl

Skilríkir menn hafa vakið athygli mína á þeirri uppákomu hér á Baggalúti að innlegg eftir hlewagastir og Gimlé munu öll vera horfin. Þessir sömu menn hafa spurt mig hverju þetta sætir.

Ég vil því gefa frá mér þessa yfirlýsingu. Í október 2006 varð ég fyrir afar ósmekklegum árásum tiltekins aðila hér inni sem óhætt er að segja að hafi farið út fyrir öll velsæmismörk. Ég ætla ekki að rifja það upp frekar. Ég lauk því máli með því að senda honum lykilorð mín í einkapósti, sagði honum að úr því hann væri svo upptekinn af netpersónu minni mætti hann gjarna eiga hana. Ég skráði mig næst út og fór alfarinn.

Ég hef því ekkert að gera með hlewagastiR eða Gimlé frá og þeim tíma né nokkuð annað sem ritað hefur verið á þennan vef, heldur ekki þessa einkennilegu uppákomu sem nú er fjallað um. Ég sé reyndar að umræddur aðili virðist hafa yfirgerið svæðið í miklu fússi fyrir skemmstu. Getur nú ekki verið að það sé eitthvert samhengi þarna á milli? Ég sé líka að sama dag hefur kvæðaspjallborðið Kvasir lagst á hliðina. Getur ef til vill verið að enn sé sami aðili að verki? Eitt er að minnsta kosti víst: ég hef ekkert með þessi fíflalæti að gera.

Að svo búnu bið ég fyrir kveðjur til margra góðra vina en tek þó fram að þetta er ekki upphaf að endurkomu upphafslegs eiganda hlewagastiRs og Gimljár, hvað sem núverandi eiganda þeirra kann að detta í hug.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/11/07 20:04

Alltaf sama dramað í gangi.

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 18/11/07 20:06

Ég þakka góðar skýringar og held áfram að sakna þín. ‹Skálar vel fyrir þeim upprunalega›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 18/11/07 20:12

Áhugaverð skýring... ertu að segja að Offari hafi fengið Enter til að stroka út öll innlegg þín?
Þá ætti að vera auðvelt að fá Enter til að setja aftur inn innlegg þau sem urðu til fyrir lykilorðaskiptin... það myndi laga mikið nokkra þræði að mínu mati... sérstaklega væri gott að fá nokkur upphafsinnlegg kvæðaþráða... (þ.e. ef þú myndir vilja það)...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 18/11/07 20:40

‹Klórar sér í höfðinu›

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 18/11/07 22:24

Þetta er allt hið undarlegasta mál. Ég tek undir með Texa þegar hann kemur með samlíkinguna við Morgunblaðið. Sagt er sagt, það sem er skrifað stendur.

Eins og nokkrir aðrir hafa tekið fram, myndi ég sjálf ekki vilja að öll mín skrif yrðu eldinum að bráð ef raunheimafylgjan mín gæfist upp. Sömuleiðis myndi ég ekki óska eftir eyðingu hins skrifaða orðs ef einhver mér náinn tæki upp á því að andast - til dæmis myndi ég ekki vilja láta eyða öllum ósköpunum hans Ívars ef hann geispaði golunni í raunheimum.
Hins vegar get ég vel skilið að sú staða geti komið upp að ættingjar hins látna myndu vilja taka út skrif, sérstaklega ef þau hafa verið skrifuð undir raunheimanafni. Helst myndi ég þó vilja sjá það gert eins og nefnt hefur verið, að breyta bara nafninu í t.d. „Ónefndur Gestapói“ eða í versta falli að þar standi eftir innlegg með textanum „innleggi eytt“ svo hægt sé að átta sig á því að samhengið hefur verið rofið.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: