— GESTAPÓ —
Afar áhugavert! Áhugaverður leikur.
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 19/11/07 23:10

Úff þetta er svolítil vinna. ‹Dæsir›

Hvæsi, svar þitt útskýrir ekki afhverju kirkjan er þarna með.

Múlli, svolítið skemmtilegur vinkill á að snúa útúr þó kirkjan sé ekki með. 5 stig

Tigra mælti:

Kafarinn gifti reiðhjólamanninn og fyrirlesarann í kirkjunni?
‹Klórar sér í höfðinu›

Mjög sniðugt. 5 stig

Dula vel gert! 10 stig

Ívar, algjör steypa, skondið. 5 stig

Lopi mælti:

Sá fyrsti hét Rip, sá annar Rap og sá þriðji sem enn er á lífi heitir Rup. Þessir þrír menn eiga auðvitað það sameiginlegt að vera frændur Jóakims aðalandar en það var einmitt hann sem fjármagnaði niðurrif á umræddri kirkjubyggingu á sínum tíma.

‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri› 30 stig

Texi, hér verður ekki liðið svona dónaskapur. -10 stig

Nermal, varstu að meina allir í einu? 5 stig

Upprifinn, góður sérstaklega gaman að því að þú skulir fullyrða þetta rétt. 10 stig

blóðugt mælti:

Það eru tuttugu bílastæði fyrir utan þessa kirkju og hver mannanna hefur á ævi sinni „parkerað“ í tuttugu kerlingar. Þess má einnig geta að í kirkjunni eru haldnar svokallaðar „örmessur“ sem vara aðeins í fimm mínútur hver. Mennirnir eiga það þá líka sameiginlegt með kirkjunni. ‹Starir þegjandi út í loftið›

‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri› Drepfyndið. 30 stig

Hexía, það getur vel verið. 5 stig

Tigra mælti:

Þarf ég líka að segja hvernig allt tengist?
Ef ekki þá reyni ég að næla mér í aukastig:

Kirkjan heitir held ég St. James Bond Church
Kafarinn skrifaði James Bond bækurnar
Fyrirlesarinn hét James Bond

En.. ég veit ekki alveg með seinasta gaurinn.
Giska á að ævintýri hans tengist einhverju úr Bond mynd/bók?

‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›
Nokkurnveginn rétt svar 20 stig!

Ungi maðurinn með reiðhjólaáhugan er sögupersóna Agötu Christie í sögunni Rajah´s Emerald að nafni James Bond.
Kafarinn hjá hernum útskrifaðist úr sama skoska skóla og James Bond á að hafa gert í bókunum eða Fettes College í Edinburg. Skemmtilega vill til að hann hét einmitt James Bond líka.
Þriðji maðurinn er auðvitað fuglafræðingurinn James Bond. Þegar Ian Fleming var að leita að nafni á söguhetjuna vildi hann eitthvað óspennandi en samt karlmannlegt nafn og var þá litið í bókahillu sína og sá þar bókina Birds of the West Indies eftir Bond og fannst nafnið tilvalið.
Kirkjan eins og Tígra benti á er auðvitað St. James Bond í kanada.

Þannig að allir og allt hétu James Bond.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 19/11/07 23:31

Núúú ég hélt að kafarinn væri Ian Fleming.
Held hann hafi verið í sjóhernum eða einhver árinn.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 19/11/07 23:35

Hann var það einmitt líka! ‹Ljómar upp›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/11/07 10:23

Það er alveg orðin full vinna hjá Andþóri að koma á Gestapó... ‹Smælar út að börtum og lyftir annarri hönd upp fyrir nef til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 20/11/07 11:22

Já þetta er næstum hætt að vera fyndið. ‹Hlær dátt›

Ég býst nú samt ekki við að ná að tjásla saman næstu spurningu fyrr en í kvöld. Eitthvað sem Tígra nær ekki að skemma fyrir mér. ‹Hlær enn meir›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 20/11/07 11:26

Hah bíddu bara!
‹Setur upp gáfumannasvipinn›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 21/11/07 09:30

Þessi spurning er alveg svívirðileg!

Gunnlaugur Guðmundsson "einn af þeim bestu" gamli dansari var "öfundaður" af mörgum í sinni tíð.
Stelpið held ég hafi sett inn þetta myndbrot af honum á Myndin fyndbrot þræðinum. http://www.youtube.com/watch?v=ZlUIcdeY2cs

Gunnlaugur var ákaflega merkilegur maður og vægast sagt vantaði hann ekki álitið á sjálfum sér. Þessi spurning er samt stutt og laggóð: Hvar vann Gunnlaugur og hvað var hann kallaður af kunnugum?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 21/11/07 12:28

Dansari? Ég man bara eftir stjörnuspekingnum Gunnlaugi Guðm. sem ég hef ekki hugmynd um hvað hefur gert annað svo ég giska á að hann hafi unnið sem götusópari á yngri árum og verið kallaður skýjaglópur.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 21/11/07 13:08

Gunnlaugur þessi var var húsvörður í Hallgrímskirkju og sá þar á meðal að hringja klukkunum þar. Hann var því kallaður Hringjarinn frá Notre Dans.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/11/07 13:32

Hann var sjónvarpstjóri á þessum tíma og kallaður Gulli glansskór af samstarfsmönnum sínum (annað var brottrekstrarsök). Það skemmtilega við þennan þátt sem að þarna birtist var að þessi þáttur var sýndur á laugardagskvöldum allan veturinn 1975 og ávallt sami þátturinn.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Óskar Wilde 21/11/07 14:20

Gunnlaugur þessi starfaði sem þarma og meltingasérfræðingur í Langtíburtistan. Þar dansaði hann sig í gegnum rannsóknir á breyttu mataræði til að grenna sig. Gunnlaugur dansaði ekki til að gleyma, heldur af kátínunni einni saman. Það leið því ekki á löngu þar til misþunglyndir samstarfsmenn hans fóru að kalla hann Káta Íslendinginn. Þetta var síðan frekar óþjált viðurnefni á tungu Langtíburtistana þannig ákveðið var að kalla hann bara K.I.

Gunnlaugur hefur afrekað margt í gegnum tíðina. Hann minnist á dansstjórn á Þórskaffi og Breiðfirðingabúð. En hann minnist ekkert á núverandi Boccha titil er hann hlaut á elliheimilinu Ás í Hveragerði fyrr á árinu.

Þekktastur er Gunnlaugur þó að sjálfssögðu fyrir kúrinn sem hann fann upp í Langtíburtistan, en hann byggðist upp á miklum dansi og sértæku mataræði. Varð kúr þessi afar þekktur og er til ann þann dag í dag. En hann gengur undir nafninu Dans.K.I. Kúrinn og voru það samstarfsmenn Gunnlaugs sem nefndu hann þetta, eftir viðurnefni Gunnlaugs af sjálfssögðu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 21/11/07 15:46

Gunnlaugur starfaði í fjölleikahúsi við það að brjóta allskonar greinar og prik með rassinum.
Hann varð seinna að hætta þessum glæsta ferli þegar hræðilegt vinnuslys átti sér stað og eitt prikið festist kyrfilega upp í rassgatinu á honum. Læknar fundu út að það væri stórhættulegt að fjarlægja prikið og þurfti því Gunnlaugur að hafa prikið fast þarna uppi afganginn af sínum ævidögum.
Það var sem sagt ekki það að Gunnlaugur væri snobbaður, heldur var hann einfaldlega með prik fast í rassinum.
Hann varð síðan svona frægur fyrir að geta dansað svona vel þrátt fyrir prikið, en það virtist ekki hefta hann mikið.
Af vinum var hann ávalt kallaður Gunnlaugur kúlurass frá dögum hans í fjölleikahúsinu, enda var maðurinn með mjög stæltan rass eftir að brjóta öll prikin.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Óskar Wilde 21/11/07 16:01

Ég er mögulega að rugla honum saman við nafna sinn og tvíburabróðir úr þriðja hjónabandi. En hann starfaði hjá Sjálfsvígshjálparlínunni. En vegna þess hversu lítið hann gerði ætíð úr öðrum var hann kallaður nýliðaskelfirinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 24/11/07 18:53

Allir Vita að Gulli beibí (eða eins og ég kallaði hann yfirleitt,) afi kenndi hógværð og mannasiði við flesta kvennaskóla landsins í marga áratugi.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 24/11/07 19:09

Lopi mælti:

Gunnlaugur þessi var var húsvörður í Hallgrímskirkju og sá þar á meðal að hringja klukkunum þar. Hann var því kallaður Hringjarinn frá Notre Dans.

‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri› 30 stig

Ég verð að veita Óskari 10 stig fyrir Dans.k.i kúrinn.

Tígra kemur með afaráhugaverða ástæðu fyrir því afhverju Gunnlaugur er svona stífur. 10 stig.

Upprifinn mælti:

Allir Vita að Gulli beibí (eða eins og ég kallaði hann yfirleitt,) afi kenndi hógværð og mannasiði við flesta kvennaskóla landsins í marga áratugi.

Og útskýrir það ranghugmyndir um eigið ágæti og frekju íslenskra kvenna á 20. öldinni! ‹Hlær ›10 stig

Það var enginn einu sinni nálægt réttu svari sem er auðvitað að:

Gunnlaugur Guðmundsson eða "Gulli gamlidansa hinn svívirðilega töff" vann í Blikksmiðjunni Gretti við góðan orðstír á milli þess sem hann stýrði dansi á hinum ýmsu skemmtunum. Þetta veit ég því afi vann þar við vatnskassaviðgerðir og almenna fyndni á kostnað Gunnlaugar mest allan síðari hluta ævi sinnar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Óskar Wilde 27/11/07 01:28

Andþór

Hérmeð ætla ég að veita þér töffarastig. Þetta er fyrsta rokkarastig sem ég hef veitt hér á gestapó, varðveittu það því vel. Það er hinsvegar undir þessum þræði komið hvort þú fáir að halda því.

Ég sé að þú leggur smá vinnu og eljusemi í þetta, og það líkar mér. Þú mátt ekki hætta núna !

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 27/11/07 01:30

Ég er ekki hættur. Hinsvegar er ég í fullu starfi við að vera ekki hengdur í öðrum leik hér.
Ég skal gera eitthvað hér á morgun.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Óskar Wilde 27/11/07 01:34

Andþór mælti:

Ég er ekki hættur. Hinsvegar er ég í fullu starfi við að vera ekki hengdur í öðrum leik hér.
Ég skal gera eitthvað hér á morgun.

Hengdur ! Er einhver þannig leikur í gangi ?

        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: