— GESTAPÓ —
OPINBERI ÁRSHÁTÍÐARÞRÁÐURINN 2007
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2, 3 ... 23, 24, 25  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 3/11/07 14:03

Jæja krembollurnar mínar.

Nú er svo komið að árshátíðin hefur tekið á sig nokkurn veginn fasta mynd. Því er tímabært að hætta þessu bulli um „hugsanlega árshátíð“ og stofna nýjan opinberan þráð. Það sem hér stendur er bindandi.

Árshátíð Gestapó 2007 verður haldin þann 17. nóvember klukkan 20:00 á sveitakránni Ásláki í Mosfellsbæ. Við höfum staðinn algjörlega út af fyrir okkur til miðnættis; eftir það verður opnað fyrir almenningi, en slíkt útilokar vitaskuld ekki frekara sumbl fram eftir nóttu af okkar hálfu.

Rúta verður í boði til að sækja fólk og ferja á staðinn, sem og keyra í bæinn þegar herlegheitunum lýkur, sem verður einhvern tímann eftir miðnætti. Þeir sem óska eftir rútu þurfa að koma til boðum til árshátíðarnefndarinnar og láta vita af því hvar þeir vilja láta ná í sig. Leiðarplan rútunnar verður ákveðið út frá því hverjir þiggja rútufarið.

Aðalþema árshátíðarinnar verður mafíutengt, en því fylgja engar kvaðir um klæðaburð, hegðun, né annað. Þó væri mjög skemmtilegt ef fólk gæti annað hvort mætt í grunsamlegum eða mafíutengdum klæðnaði. Hins vegar skal aftur ítrekað að slikt er engan veginn skylda. Ekki er heldur skylda að mæta í pörum, né að pör séu í sama stíl. Makar Gestapóa eru annars mjög svo velkomnir, og nýliðar eru sérstaklega hvattir til að mæta svo hægt sé að innvígja þá almennilega í okkar sérlega sérstaka samfélag.

Endanlegur kostnaður hefur því miður ekki verið ákveðinn, en honum verður stillt mjög svo í hóf. Með árshátíðarmiðanum mun fylgja eitthvað af fríu áfengi, en þegar það þrýtur verður nóg af slíku eftir á hefðbundnu verði.

Þeir sem vilja mæta geta staðfest mætingu annað hvort hér í þræðinum, eða með því að senda Dulu einkapóst. Ef þið viljið taka rútuna þurfið þið að taka það fram, sem og gefa upp hvar þið viljið láta sækja ykkur. Þeir sem hafa nú þegar sent Dulu einkapóst þurfa þó ekki að gera það aftur, nema þeir vilji koma því á framfæri að þeir ætli að taka rútuna.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 3/11/07 14:17

Svo má víst ekki gleyma að minna á vinsældakosninguna. Taktu endilega þátt ef þú hefur ekki gert það nú þegar. Atkvæði þitt gæti ráðið úrslitum!

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/11/07 14:30

Þarfagreinir mælti:

Þó væri mjög skemmtilegt ef fólk gæti annað hvort mætt í grunsamlegum eða mafíutengdum klæðnaði. Hins vegar skal aftur ítrekað að slikt er engan veginn skylda. Ekki er heldur skylda að mæta í pörum, né að pör séu í sama stíl.

Hverskonar klæðnaður telst eiginlega grunsamlegur ?? ‹Klórar sjer í höfðinu›

Eigum vjer kannski að dulbúa oss sem óvini ríkisins ? ‹Hrökklast afturábak og hrasar við› Því fylgir þó sá vandi að aðferðin við að bera kennsl á óvini ríkisins er ríkisleyndarmál þannig að þessi hugmynd er óframkvæmanleg án þess að upplýsa um aðferðina.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 3/11/07 17:38

Ég veit ekki hvernig grunsamlegur klæðnaður lítur út svo ég held að ég mæti bara berrassaður. Er það ekki í lagi? Á ég kannski að vera með hattinn?

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 3/11/07 17:53

Þetta hljómar allt gríðarlega vel, sérstaklega í ljósi þess að ég verð kominn heim og kemst á árshátíðina. ‹Stekkur hæð sína›

Alvöru sveitakrá er líka tilvalinn staður fyrir atburð eins og þennan.

Ég er drukkinn svo ég ætla ekki að segja meira í bili, nema sjáumst á árshátíðinni. Góða nótt!

‹fer að sofa›

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 3/11/07 20:17

Rútu? væri ekki nær í ljósi þemaðs að leigja Limósíu?

en ég hlakka mikið til.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 3/11/07 20:21

Eru gúmmískór grunsamlegir?

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 3/11/07 23:06

Útvarpsstjóri mælti:

Eru gúmmískór grunsamlegir?

ekki í mývatnssveit kannski í mosfellssveit.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 3/11/07 23:09

‹pússar gúmmískóna›

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/11/07 23:11

Vladimir Fuckov mælti:

Þarfagreinir mælti:

Þó væri mjög skemmtilegt ef fólk gæti annað hvort mætt í grunsamlegum eða mafíutengdum klæðnaði. Hins vegar skal aftur ítrekað að slikt er engan veginn skylda. Ekki er heldur skylda að mæta í pörum, né að pör séu í sama stíl.

Hverskonar klæðnaður telst eiginlega grunsamlegur ?? ‹Klórar sjer í höfðinu›

Eigum vjer kannski að dulbúa oss sem óvini ríkisins ? ‹Hrökklast afturábak og hrasar við› Því fylgir þó sá vandi að aðferðin við að bera kennsl á óvini ríkisins er ríkisleyndarmál þannig að þessi hugmynd er óframkvæmanleg án þess að upplýsa um aðferðina.

Vjer teljum oss hafa gert stórmerkilega uppgötvun: Það skiptir engu máli hvað vjer gerum eða hvernig vjer verðum, allt er grunsamlegt. Ef vjer gætum þess að vera eigi mafíósalegir og/eða á einhvern hátt óvenjulegir miðað við það sem venja er verðum vjer grunsamlegir því það lítur út eins og vjer sjeum mafíósi að þykjast vera þorpsbúi en ef vjer verðum eins og mafíósi og/eða á einhvern hátt óvenjulegir er það líka grunsamlegt því það lítur út eins og mafíósi sem er svo mikið grunsamlegur að alvöru mafíósi mundi aldrei gera sig svo grunsamlegan nema þá hugsanlega í trausti þess að allir gerðu ráð fyrir að enginn mafíósi gerði sig svo grunsamlegan ‹Verður gjörsamlega ringlaður, ákveður að láta innleggi þessu lokið og frestar öllum ákvörðunum›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 3/11/07 23:15

Vlad ! Ég er farin að hafa verulegar áhyggjur af þessu , ég verð að segja það.xT Fylltu glasið þitt.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/11/07 23:19

Vjer bendum yður á að kynna yður hugsanahátt helstu mafíuspilaranna (sjá mafíuþræðina) og mun þá í ljós koma að einungis væri ástæða til að hafa áhyggjur af þeim mafíuspilurum er ekki hugsuðu á þennan hátt.

‹Kýs Offara fyrir að vera alltaf annaðhvort grunsamlegur, refsivöndur eða þetta hvort tveggja›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 3/11/07 23:20

Fer að eigin ráðum og fær sér stóran sjúss.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/11/07 23:21

‹Stelur sjúss›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 3/11/07 23:22

‹Ljómar upp›xT

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 3/11/07 23:22

eru hugsanlega einhverjar líkur til að þessi ásrshátið verði ekki þó aðeins væariað litlu leiti biindindisárshátílð?

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 3/11/07 23:23

Ertu í skátunum eða hvað !‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 3/11/07 23:23

Gaman að sjá að hér fer fram upphitun fyrir árshátíðina. ‹Ljómar upp›

     1, 2, 3 ... 23, 24, 25  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: